Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 14:41 Það sýður á Haraldi eldfjallafræðingi en hann þekkir Ísland eins og lófann á sér. Vísir „Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira