Gullöld framundan í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:00 Þórir Guðjónsson er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/vilhelm Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00