Innlent

Myndband Hjaltalín frumsýnt á Vísi

Myndbandið við lagið Suitcase Man með Hjaltalín er komið í loftið á Vísi. Upptakan fór fram á tónleikum Hjaltalín með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar í sumar. Myndbandið er hluti af Alpanon, DVD-disk og plötu með tónleikunum, sem kemur út á næstu dögum.

Meðlimir Hjaltalín voru einnig í viðtali í Íslandi í dag í kvöld sem sjá má á Vísir Sjónvarp.

Hjaltalín heldur tvenna tónleika í Tjarnarbíó í tilefni útgáfu Alpanon 19. og 20. nóvember. Þar ætlar sveitin að flytja glæný lög í bland við gömul. Einnig verður þar frumsýnt myndbandsverk sem listakonurnar Saga Sigurðardóttir og Hildur Yeoman gerðu fyrir tónleika Hjaltalín. Nánari upplýsingar um tónleikana eru á midi.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.