Innlent

Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs

Karen Kjartansdóttir skrifar
Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar heitins biskups, lýsti fyrir Kirkjuráði fyrr í vikunni hvernig faðir hennar misnotaði hana kynferðislega í mörg ár. Prestur í Kirkjuráði segir að öllum ætti að vera ljóst að fótur var fyrir frásögnum þeim kvenna sem sögðu biskupinn hafa misnotað sig á sínum tíma. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag.

Aðspurður hvernig kirkjan ætli að bregðast við þessu ásökunum segir Karl Sigurbjörnsson, biskup: „Það er mjög erfitt að bregðast við slíkum ásökunum sem koma fram með þessum hætti. Séra Ólafur er látinn. Við verðum að muna það og hafa það í huga að enginn mannlegur máttur getur dæmt í þessu máli. Það segir einhvers staðar að hinn dauði hefur sinn dóm með sér. Öll þurfum við að mæta þeim dómi og því réttlæti um síðir."

Karl segir að samfélagið eigi að beita öllum brögðum til að verja börn ofbeldi. Íslenska kirkjan hafi gert mikið til að reyna að tryggja það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.