Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra 18. janúar 2007 12:49 Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust og mun birta leynilega viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira