Innlent

Starfrækt í fimmta skipti

íþróttaálfurinn Latóhagkerfið á meðal annars að auðvelda börnum að átta sig á gildi þess að spara peninga.
íþróttaálfurinn Latóhagkerfið á meðal annars að auðvelda börnum að átta sig á gildi þess að spara peninga.

Um helgina hleypa Latibær og Glitnir af stokkunum samstarfsverkefni um rekstur Latóhagkerfisins, en það er hagkerfi ætlað börnum 11 ára og yngri. Markmiðið með hagkerfinu er að auðvelda börnum að átta sig á gildi þess að spara peninga, neyta hollrar fæðu, hreyfa sig og taka þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Latabæ.

Þetta er í fimmta skiptið sem Latóhagkerfið er starfrækt, en með Latóseðlum má meðal annars kaupa aðgang í sundlaugar, Húsdýragarðinn og strætó á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×