Vísir

Mest lesið á Vísi



Fréttamynd

Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið.

Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Stjórn­völd vilja ekki bjóða er­lendum fjár­festum upp á sér­stöðu Ís­lands

Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.

Innherji