Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2025 17:09 Justin og Hailey gengu í hjónaband árið 2018. Getty/Raymond Hall Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six tók saman nokkrar línur af plötunni, sem telur 21 lag, þar sem Bieber virðist opna sig um erfiðleika í hjónabandinu. Í laginu Walking Away syngur Bieber til að mynda um ástkonu sem kastar grjóti aftan á bak hans, meðan hann er varnarlaus. „Við ættum að hætta þessu áður en við segjum eitthvað ljótt“, „þolinmæðin er á þrotum“, „við ættum að taka okkur pásu og falla ekki í ónáð,“ eru allt línur sem Bieber syngur á plötunni. Í laginu Daisies syngur listamaðurinn einnig um að kasta krónublöðum af blómi og spyrja „Elskarðu mig eða ekki?“ „Þú sagðir að eilífu en meintirðu það eða ekki?“ syngur hann í laginu. Þá hyllir hann eiginkonu sína í öðru lagi að nafni Go Baby, kallar hana goðsagnakennda og syngur um „iphone hulstur með varasalva,“ og vísar þar með í Rhodes, snyrtivörumerki eiginkonunnar sem seldi vörur fyrir 212 milljón Bandaríkjadali í fyrra, tæplega 26 milljarða króna. Hjónin hófu að stinga saman nefjum árið 2015 en gengu í það heilaga þremur árum síðar. Þau endurnýjuðu heitin í fyrra, áður en þau eignuðust einkasoninn Jack. Hailey var harðorð í forsíðuviðtali á tískumiðlinum Vogue í maí síðastliðnum, þegar orðrómar um skilnað ómuðu sem hæst um netheima. „Maður hefði haldið að eftir barneignir myndi fólk aðeins slaka á í orðrómunum, en nei,“ sagði Bieber í viðtalinu. „Ætli þessar tíkur verði þá ekki reiðar.“ Tónlist Hollywood Ástin og lífið Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six tók saman nokkrar línur af plötunni, sem telur 21 lag, þar sem Bieber virðist opna sig um erfiðleika í hjónabandinu. Í laginu Walking Away syngur Bieber til að mynda um ástkonu sem kastar grjóti aftan á bak hans, meðan hann er varnarlaus. „Við ættum að hætta þessu áður en við segjum eitthvað ljótt“, „þolinmæðin er á þrotum“, „við ættum að taka okkur pásu og falla ekki í ónáð,“ eru allt línur sem Bieber syngur á plötunni. Í laginu Daisies syngur listamaðurinn einnig um að kasta krónublöðum af blómi og spyrja „Elskarðu mig eða ekki?“ „Þú sagðir að eilífu en meintirðu það eða ekki?“ syngur hann í laginu. Þá hyllir hann eiginkonu sína í öðru lagi að nafni Go Baby, kallar hana goðsagnakennda og syngur um „iphone hulstur með varasalva,“ og vísar þar með í Rhodes, snyrtivörumerki eiginkonunnar sem seldi vörur fyrir 212 milljón Bandaríkjadali í fyrra, tæplega 26 milljarða króna. Hjónin hófu að stinga saman nefjum árið 2015 en gengu í það heilaga þremur árum síðar. Þau endurnýjuðu heitin í fyrra, áður en þau eignuðust einkasoninn Jack. Hailey var harðorð í forsíðuviðtali á tískumiðlinum Vogue í maí síðastliðnum, þegar orðrómar um skilnað ómuðu sem hæst um netheima. „Maður hefði haldið að eftir barneignir myndi fólk aðeins slaka á í orðrómunum, en nei,“ sagði Bieber í viðtalinu. „Ætli þessar tíkur verði þá ekki reiðar.“
Tónlist Hollywood Ástin og lífið Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“