Samgönguslys Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Innlent 16.11.2025 20:48 Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag. Innlent 16.11.2025 18:13 Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Innlent 16.11.2025 12:24 Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Innlent 16.11.2025 11:09 Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 16.11.2025 10:23 Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51 Keyrði aftan á strætisvagn Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 14.11.2025 14:03 Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Einn var fluttur á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nærri Aktu taktu í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 14.11.2025 13:15 Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23 Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51 Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11.11.2025 19:29 Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01 Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49 Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst útkall á timmta tímanum vegna rútu sem hafði lent utan vegar á Skarðsströnd skammt frá bænum Klifmýri. Innlent 8.11.2025 21:00 Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Innlent 8.11.2025 12:48 Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Innlent 6.11.2025 11:02 Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38 Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Innlent 29.10.2025 12:33 Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58 Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00 Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24 Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58 Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar. Innlent 22.10.2025 14:52 Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Umferðarteppa hefur myndast í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem varð á öðrum tímanum. Engan þurfti að flytja á sjúkrahús að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.10.2025 13:52 Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag. Barnið er ekki talið alvarlega slasað en var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 21.10.2025 17:29 Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað. Innlent 21.10.2025 11:06 Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Þriggja bíla aftanákeyrsla varð á Kringlumýrarbraut í morgun. Innlent 21.10.2025 09:26 Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum. Innlent 20.10.2025 08:41 Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Innlent 16.10.2025 17:08 Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Innlent 15.10.2025 11:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 50 ›
Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Innlent 16.11.2025 20:48
Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag. Innlent 16.11.2025 18:13
Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Innlent 16.11.2025 12:24
Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Innlent 16.11.2025 11:09
Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 16.11.2025 10:23
Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51
Keyrði aftan á strætisvagn Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 14.11.2025 14:03
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Einn var fluttur á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nærri Aktu taktu í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 14.11.2025 13:15
Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23
Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51
Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11.11.2025 19:29
Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01
Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49
Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst útkall á timmta tímanum vegna rútu sem hafði lent utan vegar á Skarðsströnd skammt frá bænum Klifmýri. Innlent 8.11.2025 21:00
Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Innlent 8.11.2025 12:48
Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Innlent 6.11.2025 11:02
Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38
Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Innlent 29.10.2025 12:33
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29.10.2025 11:58
Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24
Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58
Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar. Innlent 22.10.2025 14:52
Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Umferðarteppa hefur myndast í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem varð á öðrum tímanum. Engan þurfti að flytja á sjúkrahús að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.10.2025 13:52
Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag. Barnið er ekki talið alvarlega slasað en var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 21.10.2025 17:29
Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað. Innlent 21.10.2025 11:06
Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Þriggja bíla aftanákeyrsla varð á Kringlumýrarbraut í morgun. Innlent 21.10.2025 09:26
Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum. Innlent 20.10.2025 08:41
Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Innlent 16.10.2025 17:08
Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Innlent 15.10.2025 11:27