Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Er yfir­völdum al­veg sama um fólk á bif­hjólum?

Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórði starfs­maðurinn hættir en reynslu­bolti kemur inn

Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára.

Innlent
Fréttamynd

Um sé að ræða aftur­för í jafn­réttis­málum

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki á réttri leið“ sam­þykki sam­fé­lagið fá­tækt

Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fjar­lægði „fá­tæktar­gildru“ ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir um­mæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“

Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur.

Innlent
Fréttamynd

Breytum fánalögunum og notum fánann meira

Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einka­rekna fjöl­miðla

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn mis­vel klæddir þegar þeir voru reknir út

Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ó­virðingu að kalla Ljósið „sam­tök úti í bæ“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 

Innlent
Fréttamynd

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað er hann vel­kominn hingað til Ís­lands“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund.

Innlent
Fréttamynd

Fá­mennir hópar sagðir geta skuld­bundið sveitar­fé­lög með frum­varpi ráð­herra

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent