Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Verkútboð í vega­gerð aug­lýst eftir langt hlé

Vegagerðin hefur boðið út lagningu bundins slitlags á 7,4 kílómetra kafla Einholtsvegar í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er fyrsta framkvæmdaútboð sem auglýst er í vegagerð frá því í júlí síðastliðið sumar, ef frá er talið lítið útboð í gerð hringtorgs í Garðabæ í september.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mælir fyrir samgönguáætlun í dag

Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað

Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum.

Skoðun
Fréttamynd

Þingið kallar á­fram eftir hug­myndum frá al­menningi

Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Segir af sér þing­mennsku vegna til­raunar til vændiskaupa

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög. 

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir upp­lýsingum um kín­verska strætis­vagna á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við.

Innlent
Fréttamynd

Grín sendi­herrans ógni Ís­landi

Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum.

Innlent
Fréttamynd

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Af­nám jafn­launa­vottunar

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun.

Skoðun
Fréttamynd

„Þennan víta­hring þarf að rjúfa“

Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi kemur saman í dag eftir jóla­frí

Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild mál á dag­skrá og þeim fjölgar

Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­nefnd tekur við kvörtunum um ríkis­endur­skoðanda

Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Sturla Böðvars­son er látinn

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“

Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun
Fréttamynd

Skortur á hús­næði fyrsta verk­efnið

Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága.

Innlent