Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Notuðu hesta­mennsku sem yfirvarp fyrir kanna­bis­ræktun

Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli.

Innlent
Fréttamynd

Kanna­bis­fnykur kom upp um ræktanda

Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli

Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli

Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.