Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 11:08 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira