Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 11:08 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira