Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Arnar Skúli Atlason skrifar 27. nóvember 2025 21:52 Davíð Ingvarsson kom Blikum yfir í kvöld. Vísir/Anton Brink Breiðablik náði 2-2 jafntefli á móti toppliði Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld. Samsunspor hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í aðalkeppninni án þess að fá á sig mark en Blikar voru fyrstir til að skora hjá þeim og fyrstir til að taka af þeim stig. Davíð Ingvarsson kom Breiðabliki í 1-0 strax á sjöttu mínútu en mörk frá Marius Mouandilmadji hvort í sínum hálfleiknum komu Tyrkjunum yfir. Það var síðan Kristófer Kristinsson sem tryggði Blikum 2-2 jafntefli aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Breiðablik er með tvö stig af tólf mögulegum þegar tveir leikir eru eftir. Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en þetta voru mjög góð úrslit. Það var lið Breiðabliks sem byrjaði af meiri krafti í kvöld og það hefur komið gestunum mögulega í opna skjöldu. Ágúst Orri Þorsteinsson var að leika þá grátt og var krafturinn í honum svakalegur. Það var hann sem bjó til fyrsta mark leiksins á 6. mínútu þegar Ágúst plataði varnarmann Samsunspor úti á vængnum hægra megin og átti frábæra sendingu inn á teiginn sem var á milli varnar og markmanns. Davíð Ingvarsson lá á fjærstönginni og setti boltann í opið markið. Samsunspor vaknaði aðeins eftir þetta og á 18. mínútu komu þeir boltanum í netið eftir að Logi Tómasson setti boltann inn á teiginn og Marius Mouandilmadji kom boltanum í netið. VAR kom Breiðablik þá til bjargar því Marius var rangstæður þegar fyrirgjöfin kom. En einungis tveimur mínútum síðar voru Samsunspor búnir að jafna. Marius fékk þá sendingu í gegnum hjartað á vörn Breiðabliks og komst í gott færi og kláraði vel fram hjá Antoni Ara í markinu. Eftir þetta var mikið jafnræði á liðunum. Breiðablik fór að halda betur í boltann. Þeim tókst samt ekki að skapa sér alvöru færi frekar en Samsunspor og því var jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur í seinni hálfleiknum og voru þeir komnir yfir strax á 55. mínútu eftir frábært spil þeirra. Fann danski miðjumaðurinn Carlo Holse, títtnefndur Marius, á hlaupi inn fyrir vörn Breiðabliks og Marius skoraði af miklu öryggi og kom gestunum í forystu. Leikurinn var mjög rólegur eftir þetta en á 70. mínútu fór Breiðablik að hreyfa við liðinu sínu og fór að draga til tíðinda. Kristófer Ingi Kristinsson var einn varamanna sem kom inn á og var búinn að jafna leikinn tveimur mínútum síðar þegar Óli Valur Ómarsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og keyrði í átt að marki Samsunspor. Það komu tveir varnarmenn í hann og hann fann lausan Kristófer Inga í teignum sem lagði boltann snoturlega fram hjá markmanni gestanna og staðan aftur orðin jöfn. Eftir þetta tóku Samsunspor öll völd á vellinum og fengu þeir tvo ágætis sénsa til að stela þessu en þeim tókst það ekki. Því endaði leikurinn hérna í kvöld með jafntefli 2-2. Þetta var frábærlega uppsettur leikur hjá Breiðablik í kvöld. Atvik leiksins Annað mark Breiðabliks. Kristófer Ingi, nýkominn inn á sem varamaður, skoraði eftir laglegan undirbúning frá Óla Val. Markið sem sótti þetta stig. Stjörnur Ágúst Orri var langbesti leikmaðurinn á vellinum í kvöld og bar af. Breiðablik voru heilt yfir frábærir í kvöld. Dómararnir Dómari leiksins var góður í kvöld. Hann hélt góðri línu en þetta var ekki erfiður leikur að dæma og fá vafaatriði. Ágúst Orri Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus 3 Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn í kvöld og svekktur að þeir hafi ekki klárað þetta. „Fyrir fram ætluðum við að vinna þennan leik. Þeir nenntu ekki að mæta í mínus 3 og vindkælingu á Laugardalsvelli. Eftir 90 mínútur er ég svekktur að hafa ekki fengið þrjú stigin.“ Breiðablik var fyrsta liðið sem er búið að skora á Samsunspor í Sambandsdeildinni í ár og Ágúst Orri bjó það mark til. „Anton Logi sendir boltann í gegn og ég tek gott hlaup inn fyrir. Set gæjann nánast á rassgatið og set hann inn í og Davíð skilar.“ Breytingarnar hjá Ólafi Inga voru góðar í kvöld og skoraði Kristófer Ingi tveimur mínútum eftir að hann kom inn á. „Við erum með ógeðslega góðan hóp. Hver einasti maður gerir sitt þegar hann kemur inn á. Ég treysti öllum í þessu liði.“ i Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Breiðablik náði 2-2 jafntefli á móti toppliði Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld. Samsunspor hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í aðalkeppninni án þess að fá á sig mark en Blikar voru fyrstir til að skora hjá þeim og fyrstir til að taka af þeim stig. Davíð Ingvarsson kom Breiðabliki í 1-0 strax á sjöttu mínútu en mörk frá Marius Mouandilmadji hvort í sínum hálfleiknum komu Tyrkjunum yfir. Það var síðan Kristófer Kristinsson sem tryggði Blikum 2-2 jafntefli aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Breiðablik er með tvö stig af tólf mögulegum þegar tveir leikir eru eftir. Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en þetta voru mjög góð úrslit. Það var lið Breiðabliks sem byrjaði af meiri krafti í kvöld og það hefur komið gestunum mögulega í opna skjöldu. Ágúst Orri Þorsteinsson var að leika þá grátt og var krafturinn í honum svakalegur. Það var hann sem bjó til fyrsta mark leiksins á 6. mínútu þegar Ágúst plataði varnarmann Samsunspor úti á vængnum hægra megin og átti frábæra sendingu inn á teiginn sem var á milli varnar og markmanns. Davíð Ingvarsson lá á fjærstönginni og setti boltann í opið markið. Samsunspor vaknaði aðeins eftir þetta og á 18. mínútu komu þeir boltanum í netið eftir að Logi Tómasson setti boltann inn á teiginn og Marius Mouandilmadji kom boltanum í netið. VAR kom Breiðablik þá til bjargar því Marius var rangstæður þegar fyrirgjöfin kom. En einungis tveimur mínútum síðar voru Samsunspor búnir að jafna. Marius fékk þá sendingu í gegnum hjartað á vörn Breiðabliks og komst í gott færi og kláraði vel fram hjá Antoni Ara í markinu. Eftir þetta var mikið jafnræði á liðunum. Breiðablik fór að halda betur í boltann. Þeim tókst samt ekki að skapa sér alvöru færi frekar en Samsunspor og því var jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur í seinni hálfleiknum og voru þeir komnir yfir strax á 55. mínútu eftir frábært spil þeirra. Fann danski miðjumaðurinn Carlo Holse, títtnefndur Marius, á hlaupi inn fyrir vörn Breiðabliks og Marius skoraði af miklu öryggi og kom gestunum í forystu. Leikurinn var mjög rólegur eftir þetta en á 70. mínútu fór Breiðablik að hreyfa við liðinu sínu og fór að draga til tíðinda. Kristófer Ingi Kristinsson var einn varamanna sem kom inn á og var búinn að jafna leikinn tveimur mínútum síðar þegar Óli Valur Ómarsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og keyrði í átt að marki Samsunspor. Það komu tveir varnarmenn í hann og hann fann lausan Kristófer Inga í teignum sem lagði boltann snoturlega fram hjá markmanni gestanna og staðan aftur orðin jöfn. Eftir þetta tóku Samsunspor öll völd á vellinum og fengu þeir tvo ágætis sénsa til að stela þessu en þeim tókst það ekki. Því endaði leikurinn hérna í kvöld með jafntefli 2-2. Þetta var frábærlega uppsettur leikur hjá Breiðablik í kvöld. Atvik leiksins Annað mark Breiðabliks. Kristófer Ingi, nýkominn inn á sem varamaður, skoraði eftir laglegan undirbúning frá Óla Val. Markið sem sótti þetta stig. Stjörnur Ágúst Orri var langbesti leikmaðurinn á vellinum í kvöld og bar af. Breiðablik voru heilt yfir frábærir í kvöld. Dómararnir Dómari leiksins var góður í kvöld. Hann hélt góðri línu en þetta var ekki erfiður leikur að dæma og fá vafaatriði. Ágúst Orri Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus 3 Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn í kvöld og svekktur að þeir hafi ekki klárað þetta. „Fyrir fram ætluðum við að vinna þennan leik. Þeir nenntu ekki að mæta í mínus 3 og vindkælingu á Laugardalsvelli. Eftir 90 mínútur er ég svekktur að hafa ekki fengið þrjú stigin.“ Breiðablik var fyrsta liðið sem er búið að skora á Samsunspor í Sambandsdeildinni í ár og Ágúst Orri bjó það mark til. „Anton Logi sendir boltann í gegn og ég tek gott hlaup inn fyrir. Set gæjann nánast á rassgatið og set hann inn í og Davíð skilar.“ Breytingarnar hjá Ólafi Inga voru góðar í kvöld og skoraði Kristófer Ingi tveimur mínútum eftir að hann kom inn á. „Við erum með ógeðslega góðan hóp. Hver einasti maður gerir sitt þegar hann kemur inn á. Ég treysti öllum í þessu liði.“ i