Starfið venst vel og strákarnir klárir Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 10:02 Ólafur Ingi segir sína menn klára í að taka fyrsta sigurinn í Sambandsdeildinni í kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45. Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira