Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Logi á toppnum en Hákon á bekknum

Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega.

Fótbolti
Fréttamynd

Shakhtar - Breiða­blik 2-0 | Breiða­blik átti sín augna­blik

Breiðablik mætti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu en leikið var í Kraká í Póllandi. Shakhtar vann leikinn 2-0 og þrátt fyrir prýðis frammistöðu Blika á köflum þá var sigur heimamanna í raun aldrei í hættu enda um virkilega öflugan andstæðing að ræða.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vel gert að geta haldið á­fram í svona á­standi“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekktir að hafa ekki landað sigri“

Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, en hann tók við liðinu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

„Mér bara brást boga­listin“

Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Breiðablik nældi sér þó í sitt fyrsta stig í Sambandsdeildinni eftir 3-0 tap gegn Lausenne í fyrsta leik.

Sport
Fréttamynd

Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði

Norska Íslendingafélagið Brann heldur áfram að gera frábæra hluti í Evrópudeildinni en liðið vann skoska stórliðið Rangers í kvöld. Það gekk ekki vel hjá Aston Villa í Hollandi í sömu keppni. Albert Guðmundsson kórónaði sigur Fiorentina með marki

Fótbolti
Fréttamynd

„Á­kveðið sjokk“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík.

Fótbolti
Fréttamynd

„Kominn tími á sigur í Sam­bands­deildinni“

„Það er búið að vera nóg að gera en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ólafur Ingi Skúlason sem hefur þurft að hafa hraðar hendur sem nýr þjálfari Breiðabliks. Liðið tekur nefnilega á móti finnsku meisturunum í KuPS á Laugardalsvelli í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Örugg­lega enginn sem nennir að hlusta á það“

Halldór Árnason var sáttur með margt en svekktur með mörkin sem Breiðablik gaf frá sér í 3-0 tapi gegn Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Meðal þess sem Halldór var sáttur við að sjá voru níu uppaldir Blikar inni á vellinum, þó hann segi engan nenna að hlusta á það þegar stórt tap er annars vegar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það kemur að því að við lendum í veseni“

Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið

Rúmenska félagið Universitatea Craiova tryggði sér í gærkvöldi sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir frábæran heimasigur á tyrkneska félaginu İstanbul Basaksehir

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock

Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta.

Fótbolti