FH

Fréttamynd

Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut

FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loforð leystu FH úr banninu

Karlalið FH í fótbolta er laust úr félagaskiptabanni eftir að það hafði staðið frá sunnudeginum 16. júlí. En hvernig losnaði félagið úr banninu? Það var að minnsta kosti án aðkomu eða með vitund Mortens Beck Guldsmed, leikmannsins sem kærði sína gömlu vinnuveitendur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Ægir frá út árið

Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH í Bestu deild karla, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að slíta krossband í hné. Hann fer í aðgerð þann 9. ágúst og stefnir því í að hann missi einnig af meirihluta næstu leiktíðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH í fé­laga­skipta­bann

Karlalið FH í knattspyrnu er í félagaskiptabanni. Félagið fékk nýverið 30 daga til að greiða kröfu danska framherjans Morten Beck upp á 24 milljónir króna sem og sekt upp á 150 þúsund krónur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spútnikliðið styrkist

FH, spútniklið Bestu deildar kvenna, hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins. Alma Mathiesen er gengin í raðir FH frá Stjörnunni.

Íslenski boltinn