Innlent Þriggja ára í piparkökubakstri Yfir 720 klukkustundir fóru í piparkökubakstur fyrir Piparkökuhúsaleik Kötlu í Kringlunni. Leikurinn er fastur liður í jólaundirbúningnum. Börnum sem taka þátt fjölgar. Yngsti keppandinn er aðeins 3 ára gamall. Lífið 14.12.2005 15:30 Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. Innlent 14.12.2005 15:23 Jarðskjálfti upp á 3 á Richter úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter mældst um tólf kílómetra norður af Grímsey í nótt. Frá því í gær hafa 16 skjálftar mælst þar, flestir minni en tveir að stærð. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði. Innlent 14.12.2005 15:15 Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. Innlent 14.12.2005 14:55 Hjálmar leiðréttir misskilning sinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. Innlent 14.12.2005 13:07 Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005. Viðskipti innlent 14.12.2005 13:00 Matvæli dýrust á Íslandi af löndum Evrópu Matvæli er dýrust á Íslandi af löndum Evrópu. Matvöruverð hérlendis er 42 prósentum hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Innflutningshömlur á búvörum eru talin helsta skýringin, að því er fram kemur í skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum, sem kynnt var í morgun. Innlent 14.12.2005 12:50 Tíðni ungbarnadauða í heiminum lægst á Íslandi Tíðni ungbarnadauða í heiminum er lægst á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í morgun. Hundruð milljóna barna þjást vegna mikillar misnotkunar og kúgunar og eru beinlínis ósýnileg gagnvart umheiminum. Innlent 14.12.2005 12:16 Metfjöldi á visir.is Innlent 14.12.2005 11:14 Fréttablaðið fær ekki afhent gögnin Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn gerði upptæk í máli Jónínu Benediktsdóttur, að sögn lögmanns Jónínu. Hann segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík enn vera í gildi, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Kára Jónasson af skaðabótakröfu Jónínu í morgun. Innlent 14.12.2005 11:07 Fréttablaðið sýknað Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir að fullnaðarsigur hafi fengist í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu vegna birtinga þess á tölvupóstum hennar. Dómur var kveðinn upp í málinu fyrir stundarfjórðungi á þá leið að ritstjóri Fréttablaðsins, Kári Jónasson, var sýknaður af skaðabótakröfu Jónínu. Innlent 14.12.2005 11:01 Fleiri vilja íslenskt vatn Útflutningur á íslensku vatni hefur aukist um þriðjung frá síðasta ári, en það er þrátt fyrir að síðustu þrír mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. Forstjóri stærsta vatnsútflytjandans á íslensku vatni segir þó langt því frá að fyrirtækið sé dottið í lukkupottinn. Innlent 14.12.2005 00:40 95% félagsmanna Eflingar samþykktu kjarasamning við Reykjavíkurborg Innlent 14.12.2005 09:31 Dómur kveðinn upp í máli Jónínu Ben gegn Fréttablaðinu Dómur verður kveðinn upp í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni, ritstjóra blaðsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter í ellefu. Málið snýst um tölvupósta Jónínu sem Fréttablaðið birti upplýsingar úr snemma í haust. <b>Bein útsending NFS frá Héraðsdómi er aðgengileg á VefTV Vísis. Dómur verður kveðinn upp klukkan 10:30</B> Innlent 14.12.2005 09:31 Hallæri í góðærinu Grundvöllur búsetu verður æ ótraustari í sjávarbyggðum á öllu norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstöðu tala um ómarkvissa byggðastefnu og áhugaleysi stjórnvalda. Innlent 13.12.2005 21:26 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í umferðarslysi í Svalbarðsstrandarhreppi á mánudagsmorguninn hét Sigurður Arnar Róbertsson, fæddur árið 1967 í Reykjavík. Hann var búsettur að Laxagötu 6 á Akureyri. Sigurður lætur eftir sig þrjú börn. Innlent 14.12.2005 08:33 Fjögurra klukkustunda gjaldfrjáls leikskólavist Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. Innlent 14.12.2005 08:07 Erlend fiskiskip að veiðum í íslenskri lögsögu? Landhelgisgæslan hefur rökstuddan grun um að erlend fiskiskip hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum að næturlagi, laumast allt að 20 sjómílur inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og stundað þar veiðar. Innlent 14.12.2005 08:03 Tólf fangar í ónýtu fangelsi Tólf fangar sitja nú í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. Í bráðabirgðaskýrslu eftirlitsnefndar Evrópuráðsins segir það óásættanlegt að gæsluvarðhaldsfangar skuli vistaðir þar, enda standist það engan veginn þær kröfur sem nú séu gerðar til slíkra fangelsa. Innlent 13.12.2005 21:27 Enn hálkublettir víða um land Innlent 14.12.2005 07:54 100% verðmunur Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ í fjórtán verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós. Innlent 13.12.2005 21:27 Óviðunandi árangur í byggðapólitík Árangur stjórnvalda er rýr og jafnvel óviðunandi í byggðamálum segir í umsögnum um framvindu byggðaáætlunar 2002 til 2005. Meginmarkmið í áætluninni eru sögð skýrari nú en í fyrri áætlunum. Þó skorti á að þeim sé fylgt eftir. Innlent 13.12.2005 21:29 Skyrdrykkja veldur skorti á nautakjöti Svo mikill skortur er á innlendu nautakjöti að Sláturfélag Suðurlands og Ferskar kjötvörur eiga ekki nautakjöt í hakk og hamborgara. Ástæðurnar eru tvær, offramboð nautakjöts fyrir tveimur árum og vinsældir skyrdrykkja. Innlent 13.12.2005 21:26 Telur að HB Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna HB Grandi er ekki lengur í hópi fimmtán stærstu og virkustu fyrirtækja landsins. Um áramót verður fyrirtækið síðasta sjávarútvegsfyrirtækið til að falla úr úrvalsvísitölunni. Sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka telur að HB Grandi komi aftur inn í úrvalsvísitöluna á miðju næsta ári. Innlent 14.12.2005 00:32 Fá fría leikskólavist hálfan daginn Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. Innlent 13.12.2005 22:44 Öll börn fái fjóra tíma gjaldfrjáls á leikskóla Öll börn á Seyðisfirði frá eins árs til fimm ára aldurs eiga að fá fjögurra klukkustunda ókeypis dagvistun á leikskólum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar í dag. Innlent 13.12.2005 21:42 Hundrað prósenta verðmunur Það munar allt að hundrað prósentum á verði nýrra bóka milli verslana samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands og algengt er að fimmtíu prósentum eða meira muni á hæsta og lægsta verði. Innlent 13.12.2005 21:34 Sjaldgæft að kvikni í bifreiðum í árekstri Afar sjaldgæft er að eldur komi upp í bílum eftir árekstra eða veltur, að sögn framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa, en í gær kviknaði í bifreið í banaslysinu í austanverðum Eyjafirði. Innlent 13.12.2005 21:35 Vilja aðgang að heilsufarsupplýsingum sínum á netinu Rúmlega níu af hverjum tíu telja sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum á Netinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Háskóla Íslands. Jafnmargir telja að forráðamenn eigi að hafa slíkan aðgang að upplýsingum um börn sín. Innlent 13.12.2005 21:27 Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. Innlent 13.12.2005 21:57 « ‹ ›
Þriggja ára í piparkökubakstri Yfir 720 klukkustundir fóru í piparkökubakstur fyrir Piparkökuhúsaleik Kötlu í Kringlunni. Leikurinn er fastur liður í jólaundirbúningnum. Börnum sem taka þátt fjölgar. Yngsti keppandinn er aðeins 3 ára gamall. Lífið 14.12.2005 15:30
Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. Innlent 14.12.2005 15:23
Jarðskjálfti upp á 3 á Richter úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter mældst um tólf kílómetra norður af Grímsey í nótt. Frá því í gær hafa 16 skjálftar mælst þar, flestir minni en tveir að stærð. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði. Innlent 14.12.2005 15:15
Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. Innlent 14.12.2005 14:55
Hjálmar leiðréttir misskilning sinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. Innlent 14.12.2005 13:07
Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005. Viðskipti innlent 14.12.2005 13:00
Matvæli dýrust á Íslandi af löndum Evrópu Matvæli er dýrust á Íslandi af löndum Evrópu. Matvöruverð hérlendis er 42 prósentum hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Innflutningshömlur á búvörum eru talin helsta skýringin, að því er fram kemur í skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum, sem kynnt var í morgun. Innlent 14.12.2005 12:50
Tíðni ungbarnadauða í heiminum lægst á Íslandi Tíðni ungbarnadauða í heiminum er lægst á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í morgun. Hundruð milljóna barna þjást vegna mikillar misnotkunar og kúgunar og eru beinlínis ósýnileg gagnvart umheiminum. Innlent 14.12.2005 12:16
Fréttablaðið fær ekki afhent gögnin Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn gerði upptæk í máli Jónínu Benediktsdóttur, að sögn lögmanns Jónínu. Hann segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík enn vera í gildi, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Kára Jónasson af skaðabótakröfu Jónínu í morgun. Innlent 14.12.2005 11:07
Fréttablaðið sýknað Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir að fullnaðarsigur hafi fengist í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu vegna birtinga þess á tölvupóstum hennar. Dómur var kveðinn upp í málinu fyrir stundarfjórðungi á þá leið að ritstjóri Fréttablaðsins, Kári Jónasson, var sýknaður af skaðabótakröfu Jónínu. Innlent 14.12.2005 11:01
Fleiri vilja íslenskt vatn Útflutningur á íslensku vatni hefur aukist um þriðjung frá síðasta ári, en það er þrátt fyrir að síðustu þrír mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. Forstjóri stærsta vatnsútflytjandans á íslensku vatni segir þó langt því frá að fyrirtækið sé dottið í lukkupottinn. Innlent 14.12.2005 00:40
Dómur kveðinn upp í máli Jónínu Ben gegn Fréttablaðinu Dómur verður kveðinn upp í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni, ritstjóra blaðsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter í ellefu. Málið snýst um tölvupósta Jónínu sem Fréttablaðið birti upplýsingar úr snemma í haust. <b>Bein útsending NFS frá Héraðsdómi er aðgengileg á VefTV Vísis. Dómur verður kveðinn upp klukkan 10:30</B> Innlent 14.12.2005 09:31
Hallæri í góðærinu Grundvöllur búsetu verður æ ótraustari í sjávarbyggðum á öllu norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstöðu tala um ómarkvissa byggðastefnu og áhugaleysi stjórnvalda. Innlent 13.12.2005 21:26
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í umferðarslysi í Svalbarðsstrandarhreppi á mánudagsmorguninn hét Sigurður Arnar Róbertsson, fæddur árið 1967 í Reykjavík. Hann var búsettur að Laxagötu 6 á Akureyri. Sigurður lætur eftir sig þrjú börn. Innlent 14.12.2005 08:33
Fjögurra klukkustunda gjaldfrjáls leikskólavist Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. Innlent 14.12.2005 08:07
Erlend fiskiskip að veiðum í íslenskri lögsögu? Landhelgisgæslan hefur rökstuddan grun um að erlend fiskiskip hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum að næturlagi, laumast allt að 20 sjómílur inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og stundað þar veiðar. Innlent 14.12.2005 08:03
Tólf fangar í ónýtu fangelsi Tólf fangar sitja nú í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. Í bráðabirgðaskýrslu eftirlitsnefndar Evrópuráðsins segir það óásættanlegt að gæsluvarðhaldsfangar skuli vistaðir þar, enda standist það engan veginn þær kröfur sem nú séu gerðar til slíkra fangelsa. Innlent 13.12.2005 21:27
100% verðmunur Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ í fjórtán verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós. Innlent 13.12.2005 21:27
Óviðunandi árangur í byggðapólitík Árangur stjórnvalda er rýr og jafnvel óviðunandi í byggðamálum segir í umsögnum um framvindu byggðaáætlunar 2002 til 2005. Meginmarkmið í áætluninni eru sögð skýrari nú en í fyrri áætlunum. Þó skorti á að þeim sé fylgt eftir. Innlent 13.12.2005 21:29
Skyrdrykkja veldur skorti á nautakjöti Svo mikill skortur er á innlendu nautakjöti að Sláturfélag Suðurlands og Ferskar kjötvörur eiga ekki nautakjöt í hakk og hamborgara. Ástæðurnar eru tvær, offramboð nautakjöts fyrir tveimur árum og vinsældir skyrdrykkja. Innlent 13.12.2005 21:26
Telur að HB Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna HB Grandi er ekki lengur í hópi fimmtán stærstu og virkustu fyrirtækja landsins. Um áramót verður fyrirtækið síðasta sjávarútvegsfyrirtækið til að falla úr úrvalsvísitölunni. Sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka telur að HB Grandi komi aftur inn í úrvalsvísitöluna á miðju næsta ári. Innlent 14.12.2005 00:32
Fá fría leikskólavist hálfan daginn Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. Innlent 13.12.2005 22:44
Öll börn fái fjóra tíma gjaldfrjáls á leikskóla Öll börn á Seyðisfirði frá eins árs til fimm ára aldurs eiga að fá fjögurra klukkustunda ókeypis dagvistun á leikskólum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar í dag. Innlent 13.12.2005 21:42
Hundrað prósenta verðmunur Það munar allt að hundrað prósentum á verði nýrra bóka milli verslana samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands og algengt er að fimmtíu prósentum eða meira muni á hæsta og lægsta verði. Innlent 13.12.2005 21:34
Sjaldgæft að kvikni í bifreiðum í árekstri Afar sjaldgæft er að eldur komi upp í bílum eftir árekstra eða veltur, að sögn framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa, en í gær kviknaði í bifreið í banaslysinu í austanverðum Eyjafirði. Innlent 13.12.2005 21:35
Vilja aðgang að heilsufarsupplýsingum sínum á netinu Rúmlega níu af hverjum tíu telja sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum á Netinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Háskóla Íslands. Jafnmargir telja að forráðamenn eigi að hafa slíkan aðgang að upplýsingum um börn sín. Innlent 13.12.2005 21:27
Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. Innlent 13.12.2005 21:57