Skyrdrykkja veldur skorti á nautakjöti 14. desember 2005 03:30 Skortur er á íslensku nautakjöti og þá sérstaklega kjöti í hakk. Auka þyrfti framboð um þrjú til fjögur prósent til að mæta eftirspurninni. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að hann eigi ekki til eitt einasta kíló til að selja stórviðskiptavinum á borð við Hagkaup og Bónus. Undir þetta tekur Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Leifur segir ástandið óvenjuslæmt. "Ástandið hefur verið slæmt á köflum en nú hefur keyrt um þverbak," segir hann. Nautakjötsskorturinn hefur verið viðvarandi í að minnsta kosti eitt ár og virðist einkum eiga við um Suðurland þar sem tvær kjötvinnslur eru á sama svæðinu í samkeppni við Mjólkurbú Flóamanna sem hefur slegið í gegn og náð góðum árangri í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Búast má við að eftirspurn eftir innlendu nautakjöti tvöfaldist milli jóla og nýárs því að neytendur leita gjarnan í ferska kjötið um nýárið, en í ár verður lítið nautakjöt á markaðnum þó að innflutningur á nautalundum geti mætt eftirspurninni að mestu þar. Innflutningur var nýlega leyfður á 35 tonnum af nautahakki en Leifur telur að það sé bara "dropi í hafið" auk þess sem sá innflutningur sé ekki enn hafinn. "Ráðuneytið vill sjá hvað þessi 35 tonn gera fyrir markaðinn. Það er enginn skilningur á því að markaðinn vantar hakkefni, kjöt til að hakka og búa til hakk, hamborgara og þess háttar," segir Leifur. Steinþór segir að ástæðurnar fyrir skortinum séu einkum tvær. Offramboð á nautakjöti fyrir tveimur til þremur árum hafi orðið til þess að bændur drógu úr nautakjötsframleiðslu. Sá samdráttur sé að koma fram núna. Þá hafi nytin aukist verulega þannig að færri kýr þurfi til að anna eftirspurn eftir mjólk. Bændur haldi kúnum í mjólkurframleiðsu, kálfum fækki og framboðið á kýrkjöti og ungnautakjöti hafi minnkað. Þá jaðri við að vera skortur á mjólk en góður árangur hafi náðst í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að framboð og eftirspurn eftir nautakjöti sé í jafnvægi hjá Norðlenska. Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Skortur er á íslensku nautakjöti og þá sérstaklega kjöti í hakk. Auka þyrfti framboð um þrjú til fjögur prósent til að mæta eftirspurninni. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að hann eigi ekki til eitt einasta kíló til að selja stórviðskiptavinum á borð við Hagkaup og Bónus. Undir þetta tekur Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Leifur segir ástandið óvenjuslæmt. "Ástandið hefur verið slæmt á köflum en nú hefur keyrt um þverbak," segir hann. Nautakjötsskorturinn hefur verið viðvarandi í að minnsta kosti eitt ár og virðist einkum eiga við um Suðurland þar sem tvær kjötvinnslur eru á sama svæðinu í samkeppni við Mjólkurbú Flóamanna sem hefur slegið í gegn og náð góðum árangri í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Búast má við að eftirspurn eftir innlendu nautakjöti tvöfaldist milli jóla og nýárs því að neytendur leita gjarnan í ferska kjötið um nýárið, en í ár verður lítið nautakjöt á markaðnum þó að innflutningur á nautalundum geti mætt eftirspurninni að mestu þar. Innflutningur var nýlega leyfður á 35 tonnum af nautahakki en Leifur telur að það sé bara "dropi í hafið" auk þess sem sá innflutningur sé ekki enn hafinn. "Ráðuneytið vill sjá hvað þessi 35 tonn gera fyrir markaðinn. Það er enginn skilningur á því að markaðinn vantar hakkefni, kjöt til að hakka og búa til hakk, hamborgara og þess háttar," segir Leifur. Steinþór segir að ástæðurnar fyrir skortinum séu einkum tvær. Offramboð á nautakjöti fyrir tveimur til þremur árum hafi orðið til þess að bændur drógu úr nautakjötsframleiðslu. Sá samdráttur sé að koma fram núna. Þá hafi nytin aukist verulega þannig að færri kýr þurfi til að anna eftirspurn eftir mjólk. Bændur haldi kúnum í mjólkurframleiðsu, kálfum fækki og framboðið á kýrkjöti og ungnautakjöti hafi minnkað. Þá jaðri við að vera skortur á mjólk en góður árangur hafi náðst í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að framboð og eftirspurn eftir nautakjöti sé í jafnvægi hjá Norðlenska.
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum