Erlent Snjónum kyngir niður í Evrópu Jólasnjónum beinlínis kyngir niður um alla Evrópu, á sama tíma og auð jörð ræður ríkjum í flestum landshlutum hér á fróni. Erlent 30.12.2005 17:57 Sextíu bíla árekstur í Ungverjalandi Átta ára gamall drengur lést og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri á harðbraut í Ungverjalandi í dag. Mjög slæm færð var á brautinni þegar áreksturinn varð. Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum, sem rásaði til á veginum og lenti síðan utan í vegriði. Erlent 30.12.2005 16:39 Landamærum Gaza og Egyptalands lokað Landamærum Gaza og Egyptalands var lokað í morgun, þegar palestínskir lögreglumenn réðust inn í landamærastöð og hröktu evrópska eftirlitsmenn á flótta. Erlent 30.12.2005 16:09 6 létust og 23 særðust í Írak í morgun Sex manns féllu og á þriðja tug særðust í tveimur aðskildum árásum í miðborg baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Erlent 30.12.2005 15:33 80 skæruliðar hafa verið felldir í herferð til að koma á friði í Kongó Hersveitir Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Kongó hafa fellt 80 skæruliða á einni viku í mikilli herferð, sem hefur það markmið að koma á friði í landinu á næstu mánuðum. Langvarandi borgarastyrjöld í Kongó er talin hafa kostað fjórar milljónir mannslífa. Erlent 30.12.2005 12:22 Kuldinn á skjálftasvæðunum í Pakistan er að verða fólkinu óbærilegur Kuldinn á skjálftasvæðum í Pakistan er að verða óbærilegur. Hundruð þúsunda manna hafast við í tjöldum og margir hafa hvorki dýnu, teppi né hlý föt. Erlent 30.12.2005 12:19 25 létust í snjóflóði í Pakistan Að minnsta kosti 25 létu lífið í Pakistan í gær er snjóflóð féll í norðvesturhluta landsins. Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu. Björgunarsveitir og þorpsbúar eru enn í óða önn að grafa upp lík en meirihluti fólksins er þó enn ófundinn. Lögreglan segir svæðið svo afskekkt að fréttir af flóðinu hafi borist degi eftir að það féll. Erlent 30.12.2005 08:53 1500 lítrar af áfengi gerð upptæk í Noregi Erlent 30.12.2005 07:31 Heyrnatól iPOD geta verið hættuleg iPOD var meðal vinsælli jólagjafa þessi jólin en þeir sem nota heyrnartólin sem fylgdu með ættu að leggja við hlustir. Þessir litlu, fínlegu og flottu heyrnatól sem eru oft notuð með vasadiskóum af öllum gerðum geta nefnilega verið hættuleg, samkvæmt rannsóknum vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2005 07:20 Pólskir hermenn verða í Írak til ársloka 2006 Lech Kaczynski forseti Póllands hefur samþykkt beiðni íhaldsstjórnar landsins um að halda pólskum hermönnum áfram í Írak til ársloka 2006. Um 1,500 pólskir hermenn og aðrir starfsmenn pólska hersins eru nú staðsettir í Írak. Erlent 30.12.2005 07:24 NSA fylgdist með ferðum bandarískra þegna á vefsíðum Bandarísk leyniþjónusta, NSA, kom fyrir forritlingum á síðum á Netinu til að fylgjast með ferðum bandarískra þegna um vefsíður, þrátt fyrir að hafa verið bannað að gera það. Þetta þykir reginhneyksli vestan hafs og bætir gráu ofan á svart fyrir Bush forseta, sem situr þegar undir ámæli fyrir að hafa árið 2002 heimilað NSA að lesa tölvupóst og hlera síma án dómsúrskurðar. Erlent 30.12.2005 07:17 Mikil verslun á Netinu fyrir jólin vestan hafs Það er ekki alveg ljóst hver jólagjöfin í ár var, en vestan hafs eru góðar líkur á að gjafirnar hafi verið keyptar á Netinu. Þvert á spár var nefnilega sprengja í viðskiptum á Netinu fyrir jólin og er talið að aukningin hafi numið tuttugu og fimm prósentum á milli ára. Keypt var fyrir rúma átján milljarða dollara á Netinu í nóvember og desember, samkvæmt New York Times, en það jafngildir nærri tólf hundruð milljörðum króna. Þetta voru því líkast til gleðileg jól hjá Netverslunum. Erlent 30.12.2005 07:28 Mikill snjór í Danmörku Einn maður lést og þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman vegna mikillar hálku í Danmörku í gær en snjóstormur sem farið hefur yfir Mið-Evrópu undanfarið er nú kominn þangað. Slysið varð í Vordingborg, um eitt hundrað kílómetra frá Kaupmannahöfn. Erlent 30.12.2005 07:26 Kona lést af völdum byssukúlu sem fór inn um glugga íbúðar hennar Kona lést þegar byssukúlu sem skotið var út í loftið fór inn um glugga á íbúð hennar á fimmtu hæð í New York í gær. Eiginmaður hennar sem var í öðru herbergi þegar atburðurinn gerðist, fann konu sína þar sem hún lá í blóði sínu í svefnherberginu. Nágrannar sögðust hafa séð hóp af háværum og ölvuðum mönnum á götunni fyrir neðan húsið. Lögreglan vinnur nú að því að komast hver skotmaðurinn var. Erlent 30.12.2005 07:07 Fimm látnir í eldum í Texas og Oklahoma Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í eldum sem geisað hafa í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi kviknað út frá fikti barna en nú þegar hafa nærri 200 hús orðið eldinum að bráð og þúsundir ekra af ræktarlandi hafa brunnið. Erlent 29.12.2005 22:26 Stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins Ísraelar hófu í nótt stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins, til þess að hindra að Palestínumenn geti notað það til eldflaugaárása á ísraelsk landsvæði. Í morgun tóku skriðdrekar við af stórskotaliðinu. Erlent 29.12.2005 19:14 Skæður sjúkdómur Skelfilegur sjúkdómur drepur þúsundir manna í Suður-Súdan, án þess að hjálparstofnanir fái rönd við reist. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið eins og alnæmi en til eru lyf við honum. Erlent 29.12.2005 19:13 Ellefu skornir á háls Vopnaðir menn réðust inn á heimili suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, og myrtu ellefu fjölskyldumeðlimi með því að skera þá á háls. Fólkið var sjíamúslimar en bjó á svæði þar sem súnnímúslimar eru í miklum meirihluta. Fjölskyldunni hafði verið hótað öllu illu ef hún flyttist ekki á brott en brást ekki við hótununum. Erlent 29.12.2005 14:01 Framselja fangavörð Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að fyrrverandi fangavörður, í útrýmingarbúðum nasista, skuli framseldur til Úkraínu. Fangavörðurinn hefur barist fyrir bandarískum dómstólum í meira en þrjátíu ár. Erlent 29.12.2005 12:26 Sjálfsmorðsárás í Suður-Rússlandi Sjálfsmorðsárás var gerð í bænum Makhachkala í Suður-Rússlandi í morgun. Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við athöfn sem haldin var til minningar um öryggisvörð sem drepinn var fyrir tveimur dögum. Rússneskir fjölmiðlar segja engan hafa beðið bana í árásinni fyrir utan tilræðismanninn. Erlent 29.12.2005 10:14 Fjórir lögreglumenn biðu bana í Bagdad Fjórir lögreglumenn biðu bana og fjórir aðrir særðust í sjálfsmorðsárás á lögregluvarðstöð í Bagdad í morgun. Mismunandi upplýsingar hafa borist um hvernig aðdragandi árásarinnar hafi verið; bæði er talað um að árásarmaðurinn hafi komið akandi á lögreglubíl og að hann hafi verið fótgangandi. Erlent 29.12.2005 09:53 Myndbandsupptaka af frönskum gísl í Írak Mannræningjar í Írak birtu í gær myndbandsupptöku af frönskum verkfræðingi sem er í haldi þeirra. Á myndbandinu beina þeir byssum að höfði mannsins og hóta að drepa hann, ef allir Frakkar sem starfa í Írak verði ekki kallaðir heim hið fyrsta. Erlent 29.12.2005 09:46 116 flóttamenn á barnsaldri hafa horfið í Svíþjóð í ár Sífellt fleiri börn sem sem koma á eigin vegum sem flóttamenn til Svíþjóðar, hverfa frá sænskum flóttamannathvörfum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggir á tölulegum upplýsingum frá flóttamannaráði þar í landi. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð er af tímaritinu Tomb í stamstarfi við dagblaðið Metro, hafa 350 börn sem eru á eigin vegum, sótt um hæli sem flóttamaður í Svíþjóð í ár. Erlent 29.12.2005 07:56 Sjö létust í eldsvoða Sjö létust og tólf eru slasaðir eftir að eldur braust út á geðsjúkrahúsi nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Á sjötta tug manna var á sjúkrahúsinu þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök. Erlent 29.12.2005 07:17 Fjórir látnir eftir skógarelda Að minnsta kosti fjórir hafa látist í skógareldum í Texas í Bandaríkjunum undanfarna daga, auk þess sem óvíst er um afdrif þriggja. Meira en hundrað hús, meirihlutinn íbúðarhús, hafa brunnið í eldunum sem náð hafa yfir 13 þúsund ekra svæði. Erlent 29.12.2005 07:13 Einn lést í sprengjuárás Sprengja sprakk við farartæki ísraelska hersins við varðstöð á Vesturbakkanum fyrir fáeinum mínútum. Einn hið minnsta lést og annar særðist í árásinni en frásagnir af henni eru misvísandi. Erlent 29.12.2005 07:53 Ungur Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár fannst í vikunni 25 ára gamall Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár, fannst í vikunni við umferðareftirlit í bænum Karlshavn í Svíþjóð. Mannsins hefur verið saknað í tvö ár en hann hvarf eftir að hafði farið einn út á litlum bát í skerjagarðinum fyrir utan Kragö í september árið 2003. Viðamikil leit var gerð af manninum og bátnum talið var að maðurinn hefði drukknað. Erlent 29.12.2005 07:32 Fá minna rafmagn en fyrir tveim mánuðum Íbúar Bagdad fá aðeins rafmagn í sex klukkustundir á dag, það er nær helmingi minna en í október þegar borgarbúar gátu treyst á að hafa rafmagn ellefu klukkustundir dag hvern. Fólk á erfitt með hvort tveggja vinnu og heimilislíf því rafmagnið fer oft af stórum borgarhlutum. Erlent 28.12.2005 17:15 Innflytjendum fjölgar í Ísrael Fleiri innflytjendur fluttu til Ísraels í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn á þeim fimm árum sem liðin eru síðan uppreisn Palestínumanna hófst að innflytjendum fjölgar milli ára. 23 þúsund gyðingar fluttu til Ísraels í ár, tvö þúsund fleiri en í fyrra. Erlent 28.12.2005 18:08 Mikil ofankoma í Frakklandi Hótel og gistiskýli í Norður-Frakklandi fylltust í gærkvöldi, þegar mörg hundruð manns komust hvorki lönd né strönd vegna mikillar ofankomu og slæmrar færðar. Þá voru íbúar í austurhluta Englands hvattir til að leggja bílum sínum í dag - og víðar í Evrópu er færð á vegum með versta móti Erlent 28.12.2005 20:00 « ‹ ›
Snjónum kyngir niður í Evrópu Jólasnjónum beinlínis kyngir niður um alla Evrópu, á sama tíma og auð jörð ræður ríkjum í flestum landshlutum hér á fróni. Erlent 30.12.2005 17:57
Sextíu bíla árekstur í Ungverjalandi Átta ára gamall drengur lést og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri á harðbraut í Ungverjalandi í dag. Mjög slæm færð var á brautinni þegar áreksturinn varð. Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum, sem rásaði til á veginum og lenti síðan utan í vegriði. Erlent 30.12.2005 16:39
Landamærum Gaza og Egyptalands lokað Landamærum Gaza og Egyptalands var lokað í morgun, þegar palestínskir lögreglumenn réðust inn í landamærastöð og hröktu evrópska eftirlitsmenn á flótta. Erlent 30.12.2005 16:09
6 létust og 23 særðust í Írak í morgun Sex manns féllu og á þriðja tug særðust í tveimur aðskildum árásum í miðborg baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Erlent 30.12.2005 15:33
80 skæruliðar hafa verið felldir í herferð til að koma á friði í Kongó Hersveitir Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Kongó hafa fellt 80 skæruliða á einni viku í mikilli herferð, sem hefur það markmið að koma á friði í landinu á næstu mánuðum. Langvarandi borgarastyrjöld í Kongó er talin hafa kostað fjórar milljónir mannslífa. Erlent 30.12.2005 12:22
Kuldinn á skjálftasvæðunum í Pakistan er að verða fólkinu óbærilegur Kuldinn á skjálftasvæðum í Pakistan er að verða óbærilegur. Hundruð þúsunda manna hafast við í tjöldum og margir hafa hvorki dýnu, teppi né hlý föt. Erlent 30.12.2005 12:19
25 létust í snjóflóði í Pakistan Að minnsta kosti 25 létu lífið í Pakistan í gær er snjóflóð féll í norðvesturhluta landsins. Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu. Björgunarsveitir og þorpsbúar eru enn í óða önn að grafa upp lík en meirihluti fólksins er þó enn ófundinn. Lögreglan segir svæðið svo afskekkt að fréttir af flóðinu hafi borist degi eftir að það féll. Erlent 30.12.2005 08:53
Heyrnatól iPOD geta verið hættuleg iPOD var meðal vinsælli jólagjafa þessi jólin en þeir sem nota heyrnartólin sem fylgdu með ættu að leggja við hlustir. Þessir litlu, fínlegu og flottu heyrnatól sem eru oft notuð með vasadiskóum af öllum gerðum geta nefnilega verið hættuleg, samkvæmt rannsóknum vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2005 07:20
Pólskir hermenn verða í Írak til ársloka 2006 Lech Kaczynski forseti Póllands hefur samþykkt beiðni íhaldsstjórnar landsins um að halda pólskum hermönnum áfram í Írak til ársloka 2006. Um 1,500 pólskir hermenn og aðrir starfsmenn pólska hersins eru nú staðsettir í Írak. Erlent 30.12.2005 07:24
NSA fylgdist með ferðum bandarískra þegna á vefsíðum Bandarísk leyniþjónusta, NSA, kom fyrir forritlingum á síðum á Netinu til að fylgjast með ferðum bandarískra þegna um vefsíður, þrátt fyrir að hafa verið bannað að gera það. Þetta þykir reginhneyksli vestan hafs og bætir gráu ofan á svart fyrir Bush forseta, sem situr þegar undir ámæli fyrir að hafa árið 2002 heimilað NSA að lesa tölvupóst og hlera síma án dómsúrskurðar. Erlent 30.12.2005 07:17
Mikil verslun á Netinu fyrir jólin vestan hafs Það er ekki alveg ljóst hver jólagjöfin í ár var, en vestan hafs eru góðar líkur á að gjafirnar hafi verið keyptar á Netinu. Þvert á spár var nefnilega sprengja í viðskiptum á Netinu fyrir jólin og er talið að aukningin hafi numið tuttugu og fimm prósentum á milli ára. Keypt var fyrir rúma átján milljarða dollara á Netinu í nóvember og desember, samkvæmt New York Times, en það jafngildir nærri tólf hundruð milljörðum króna. Þetta voru því líkast til gleðileg jól hjá Netverslunum. Erlent 30.12.2005 07:28
Mikill snjór í Danmörku Einn maður lést og þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman vegna mikillar hálku í Danmörku í gær en snjóstormur sem farið hefur yfir Mið-Evrópu undanfarið er nú kominn þangað. Slysið varð í Vordingborg, um eitt hundrað kílómetra frá Kaupmannahöfn. Erlent 30.12.2005 07:26
Kona lést af völdum byssukúlu sem fór inn um glugga íbúðar hennar Kona lést þegar byssukúlu sem skotið var út í loftið fór inn um glugga á íbúð hennar á fimmtu hæð í New York í gær. Eiginmaður hennar sem var í öðru herbergi þegar atburðurinn gerðist, fann konu sína þar sem hún lá í blóði sínu í svefnherberginu. Nágrannar sögðust hafa séð hóp af háværum og ölvuðum mönnum á götunni fyrir neðan húsið. Lögreglan vinnur nú að því að komast hver skotmaðurinn var. Erlent 30.12.2005 07:07
Fimm látnir í eldum í Texas og Oklahoma Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í eldum sem geisað hafa í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi kviknað út frá fikti barna en nú þegar hafa nærri 200 hús orðið eldinum að bráð og þúsundir ekra af ræktarlandi hafa brunnið. Erlent 29.12.2005 22:26
Stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins Ísraelar hófu í nótt stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins, til þess að hindra að Palestínumenn geti notað það til eldflaugaárása á ísraelsk landsvæði. Í morgun tóku skriðdrekar við af stórskotaliðinu. Erlent 29.12.2005 19:14
Skæður sjúkdómur Skelfilegur sjúkdómur drepur þúsundir manna í Suður-Súdan, án þess að hjálparstofnanir fái rönd við reist. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið eins og alnæmi en til eru lyf við honum. Erlent 29.12.2005 19:13
Ellefu skornir á háls Vopnaðir menn réðust inn á heimili suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, og myrtu ellefu fjölskyldumeðlimi með því að skera þá á háls. Fólkið var sjíamúslimar en bjó á svæði þar sem súnnímúslimar eru í miklum meirihluta. Fjölskyldunni hafði verið hótað öllu illu ef hún flyttist ekki á brott en brást ekki við hótununum. Erlent 29.12.2005 14:01
Framselja fangavörð Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að fyrrverandi fangavörður, í útrýmingarbúðum nasista, skuli framseldur til Úkraínu. Fangavörðurinn hefur barist fyrir bandarískum dómstólum í meira en þrjátíu ár. Erlent 29.12.2005 12:26
Sjálfsmorðsárás í Suður-Rússlandi Sjálfsmorðsárás var gerð í bænum Makhachkala í Suður-Rússlandi í morgun. Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við athöfn sem haldin var til minningar um öryggisvörð sem drepinn var fyrir tveimur dögum. Rússneskir fjölmiðlar segja engan hafa beðið bana í árásinni fyrir utan tilræðismanninn. Erlent 29.12.2005 10:14
Fjórir lögreglumenn biðu bana í Bagdad Fjórir lögreglumenn biðu bana og fjórir aðrir særðust í sjálfsmorðsárás á lögregluvarðstöð í Bagdad í morgun. Mismunandi upplýsingar hafa borist um hvernig aðdragandi árásarinnar hafi verið; bæði er talað um að árásarmaðurinn hafi komið akandi á lögreglubíl og að hann hafi verið fótgangandi. Erlent 29.12.2005 09:53
Myndbandsupptaka af frönskum gísl í Írak Mannræningjar í Írak birtu í gær myndbandsupptöku af frönskum verkfræðingi sem er í haldi þeirra. Á myndbandinu beina þeir byssum að höfði mannsins og hóta að drepa hann, ef allir Frakkar sem starfa í Írak verði ekki kallaðir heim hið fyrsta. Erlent 29.12.2005 09:46
116 flóttamenn á barnsaldri hafa horfið í Svíþjóð í ár Sífellt fleiri börn sem sem koma á eigin vegum sem flóttamenn til Svíþjóðar, hverfa frá sænskum flóttamannathvörfum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggir á tölulegum upplýsingum frá flóttamannaráði þar í landi. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð er af tímaritinu Tomb í stamstarfi við dagblaðið Metro, hafa 350 börn sem eru á eigin vegum, sótt um hæli sem flóttamaður í Svíþjóð í ár. Erlent 29.12.2005 07:56
Sjö létust í eldsvoða Sjö létust og tólf eru slasaðir eftir að eldur braust út á geðsjúkrahúsi nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Á sjötta tug manna var á sjúkrahúsinu þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök. Erlent 29.12.2005 07:17
Fjórir látnir eftir skógarelda Að minnsta kosti fjórir hafa látist í skógareldum í Texas í Bandaríkjunum undanfarna daga, auk þess sem óvíst er um afdrif þriggja. Meira en hundrað hús, meirihlutinn íbúðarhús, hafa brunnið í eldunum sem náð hafa yfir 13 þúsund ekra svæði. Erlent 29.12.2005 07:13
Einn lést í sprengjuárás Sprengja sprakk við farartæki ísraelska hersins við varðstöð á Vesturbakkanum fyrir fáeinum mínútum. Einn hið minnsta lést og annar særðist í árásinni en frásagnir af henni eru misvísandi. Erlent 29.12.2005 07:53
Ungur Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár fannst í vikunni 25 ára gamall Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár, fannst í vikunni við umferðareftirlit í bænum Karlshavn í Svíþjóð. Mannsins hefur verið saknað í tvö ár en hann hvarf eftir að hafði farið einn út á litlum bát í skerjagarðinum fyrir utan Kragö í september árið 2003. Viðamikil leit var gerð af manninum og bátnum talið var að maðurinn hefði drukknað. Erlent 29.12.2005 07:32
Fá minna rafmagn en fyrir tveim mánuðum Íbúar Bagdad fá aðeins rafmagn í sex klukkustundir á dag, það er nær helmingi minna en í október þegar borgarbúar gátu treyst á að hafa rafmagn ellefu klukkustundir dag hvern. Fólk á erfitt með hvort tveggja vinnu og heimilislíf því rafmagnið fer oft af stórum borgarhlutum. Erlent 28.12.2005 17:15
Innflytjendum fjölgar í Ísrael Fleiri innflytjendur fluttu til Ísraels í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn á þeim fimm árum sem liðin eru síðan uppreisn Palestínumanna hófst að innflytjendum fjölgar milli ára. 23 þúsund gyðingar fluttu til Ísraels í ár, tvö þúsund fleiri en í fyrra. Erlent 28.12.2005 18:08
Mikil ofankoma í Frakklandi Hótel og gistiskýli í Norður-Frakklandi fylltust í gærkvöldi, þegar mörg hundruð manns komust hvorki lönd né strönd vegna mikillar ofankomu og slæmrar færðar. Þá voru íbúar í austurhluta Englands hvattir til að leggja bílum sínum í dag - og víðar í Evrópu er færð á vegum með versta móti Erlent 28.12.2005 20:00