Erlent

1500 lítrar af áfengi gerð upptæk í Noregi

Ljóst er að nýársveisluplönin hjá norskum vinahópi hefur farið illilega úr skorðum. Tollverðir í Noregi gerðu 1500 lítra af áfengi upptæk af fjórmenningum þegar þeir gerðu tilraun til að smygla veigunum frá Þýskalandi. Bjór, sterku vínu og léttu, auk heimabruggs höfðu þeir komið fyrir í tveimur bifreiðum. Tollverðirnir fengu þá skýringu að lítrana 1500 hefði átt að innbyrða í nýjársveislu sameiginlegs vinar þeirra í Östfold. Ætla má að sú veisla nái ekki þeim hæðum sem áætlað var, en fjórmenningarnir eiga nú yfir höfði sér sektargreiðslu eða fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×