Erlent

25 létust í snjóflóði í Pakistan

Að minnsta kosti 25 létu lífið í Pakistan í gær er snjóflóð féll í norðvesturhluta landsins. Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu. Björgunarsveitir og þorpsbúar eru enn í óða önn að grafa upp lík en meirihluti fólksins er þó enn ófundinn. Lögreglan segir svæðið svo afskekkt að fréttir af flóðinu hafi borist degi eftir að það féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×