Erlent

6 létust og 23 særðust í Írak í morgun

MYND/AP

Sex manns féllu og á þriðja tug særðust í tveimur aðskildum árásum í miðborg baghdad, höfuðborg Íraks í morgun.

Fyrri árásin átti sér stað í verslunarhverfi í miðborginni. Þá keyrði sjálfsmorðs árásarmaður bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglubíl. Auk árásarmannsins létust þrír óbreyttir borgarar og tveir lögreglumenn særðust.

Seinni árásin átti sér stað skömmu síðar, á markaðstorgi. Þar var fjöldi fólks saman kominn, þegar skot úr sprengivörpu lenti í mannþrönginni, með þeim afleiðingum að þrír óbreyttir borgarar létust og tuttutu og einn særðist.

Þá segja vitni að skömmu síðar hafi verið skotið úr sprengivörpu á kaffihús og bíl skammt frá markaðstorginu.

Uppreisnarmenn í Írak hafa hótað því að halda áfram árásum, þrátt fyrir að þeir hafi að mestu haft hljótt um sig dagana eftir þingkosningarnar.

Í gær var ákveðið að alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn myndu fara yfir framkvæmd kosninganna, sem hefur verið harðlega mótmælt af hópum Súnníta og stuðningsmanna Yiads Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar.

Endanleg úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir upphafi næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×