Erlent

Mikil ofankoma í Frakklandi

Frá hraðbraut nærri Lyon í Frakklandi.
Frá hraðbraut nærri Lyon í Frakklandi. MYND/AP

Hótel og gistiskýli í Norður-Frakklandi fylltust í gærkvöldi, þegar mörg hundruð manns komust hvorki lönd né strönd vegna mikillar ofankomu og slæmrar færðar. Þá voru íbúar í austurhluta Englands hvattir til að leggja bílum sínum í dag - og víðar í Evrópu er færð á vegum með versta móti.

Það var ekki beisið ástandið á vegum Norður-Frakklands í gærkvöldi. Bílar á sumardekkjum lágu víða eins og hráviði og eigendurnir komust hvergi. Margir urðu að grípa til þess ráðs að bóka sig inn á hótel, en sumir sýndu sannkallaða vetrarhörku og sváfu í bílum sínum í nístingskulda. En þrátt fyrir erfiða nótt sýndu flestir fádæma jafnaðargeð.

Og þó að bíleigendur í Bretlandi séu kannski eilítið betur undirbúnir undir veturinn en kollegar þeirra í Frakklandi, hefur stórhríð sett mark sitt á umferð í Englandi síðan í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×