Erlent

Fá minna rafmagn en fyrir tveim mánuðum

Hermenn, gráir fyrir járnum, fljúga í þyrlum yfir rafstöðvar nærri Bagdad til að reyna að koma í veg fyrir árásir.
Hermenn, gráir fyrir járnum, fljúga í þyrlum yfir rafstöðvar nærri Bagdad til að reyna að koma í veg fyrir árásir. MYND/AP

Íbúar Bagdad fá aðeins rafmagn í sex klukkustundir á dag, það ernær helmingiminna en í október þegar borgarbúar gátu treyst á að hafa rafmagn ellefu klukkustundir dag hvern.Fólk á erfitt með hvort tveggja vinnu og heimilislíf því rafmagnið fer oft af stórum borgarhlutum.

Ein helsta ástæðan fyrir rafmagnsleysinu er árásir á þá sem vinna að uppbyggingarstarfi í borginni. Yfirmaður verkfræðingasveita Bandaríkjahers í Írak segir desembermánuð þann versta frá upphafi stríðsins í Írak þegar litið er til slíkra árása.--






Fleiri fréttir

Sjá meira


×