Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 20:56 Davíð Karl vill ekki vera með getgátur um kenningar sem fram hafa komið í máli bróður hans Jóns Þrastar Jónssonar. Hann segir skýrslutökur lögreglu sem framundan eru marka tímamót í málinu. Vísir/Ívar Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“ Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“
Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55