Erlent

Mikill snjór í Danmörku

Einn maður lést og þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman vegna mikillar hálku í Danmörku í gær en snjóstormur sem farið hefur yfir Mið-Evrópu undanfarið er nú kominn þangað.  Slysið varð í Vordingborg, um eitt hundrað kílómetra frá Kaupmannahöfn. Snjór er nú orðinn allt að tveggja metra hár og hafa snjóruðningsfarartæki unnið dag og nótt við að greiða leiðir manna en yfirvöld í Danmörku hafa beðið fólk um að halda sig heima ef það mögulega getur vegna mikilla vinda og snjós en gert er ráð fyrir að veður lægi nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×