Erlent

Fimm látnir í eldum í Texas og Oklahoma

Íbúar í Cross Plains í Texas leita að einhverju heillegu í brunarústum húss síns.
Íbúar í Cross Plains í Texas leita að einhverju heillegu í brunarústum húss síns. MYND/AP

Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í eldum sem geisað hafa í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi kviknað út frá fikti barna en nú þegar hafa nærri 200 hús orðið eldinum að bráð og þúsundir ekra af ræktarlandi hafa brunnið.

Verst hefur ástandið verið í bænum Cross Plains í Texas en þar þurftu um þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þurrkar og hvassviðri hafa ýtt undir útbreiðslu þeirra en litlar líkur eru taldar á rigningu næstu daga. Því er óvíst hvort það takist að ráða niðurlögum eldanna á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×