Erlent

Myndbandsupptaka af frönskum gísl í Írak

MYND/AP

Mannræningjar í Írak birtu í gær myndbandsupptöku af frönskum verkfræðingi sem er í haldi þeirra. Á myndbandinu beina þeir byssum að höfði mannsins og hóta að drepa hann, ef allir Frakkar sem starfa í Írak verði ekki kallaðir heim hið fyrsta. Manninum var rænt fyrr í mánuðinum en hann hefur starfað við vatnsveitu í Bagdad undanfarin misseri. Á upptökunni greinir hann frá nafni sínu, aldri og þjóðerni og segist þakka öllum þeim sem vilji hjálpa honum. Utanríkisráðherra Frakklands sagði eftir að myndbandið birtist að frönsk stjórnvöld gerðu allt sem þau gætu til að fá manninn lausan. Engir franskir hermenn eru í Írak en um níutíu Frakkar vinna við hin ýmsu störf þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×