Erlent

Heyrnatól iPOD geta verið hættuleg

Mynd/Vísir

iPOD var meðal vinsælli jólagjafa þessi jólin en þeir sem nota heyrnartólin sem fylgdu með ættu að leggja við hlustir. Þessir litlu, fínlegu og flottu heyrnatól sem eru oft notuð með vasadiskóum af öllum gerðum geta nefnilega verið hættuleg, samkvæmt rannsóknum vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Litlu heyrnatólin, sem væru réttnefnd eyrnatól, eru nefnilega sett inn í eyrað og geta magnað hljóð um allt að níu desibel. Það er álíka munur og er á hávaða í gamaldags vekjaraklukku og sláttuvél. Og notendur hækka oft ótæpilega þegar þeir nota svona eyrnatól þar sem þau einangra ekki bakgrunnshljóð eins og stór heyrnatól, sem eru mun hættuminni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×