Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 20. júní 2025 22:02 Sigmar Guðmundsson segir meirihlutann ekki ætla sér að lúffa fyrir stjórnarandstöðunni. Vísir/Vilhelm Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“