Erlent

116 flóttamenn á barnsaldri hafa horfið í Svíþjóð í ár

Sífellt fleiri börn sem sem koma á eigin vegum sem flóttamenn til Svíþjóðar, hverfa frá sænskum flóttamannathvörfum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggir á tölulegum upplýsingum frá flóttamannaráði þar í landi. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð er af tímaritinu Tomb í stamstarfi við dagblaðið Metro, hafa 350 börn sem eru á eigin vegum, sótt um hæli sem flóttamaður í Svíþjóð í ár. 83 þeirra hafa fengið hæli en þriðji hver umsækjandi, alls 116 börn, eru horfin og ekkert hefur til þeirra spurst. Á síðustu fimm árum hafa alls 416 börn, sem hafa sótt um hæli og komið á eigin vegum, horfið en fjöldi þeirra hefur aukist ár frá ári. Árið 2001 hurfu 44 börn og á árunum 2002, 2003 og 2004 hurfu um 80 til 94 börn árlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×