Erlent

NSA fylgdist með ferðum bandarískra þegna á vefsíðum

Bandarísk leyniþjónusta, NSA, kom fyrir forritlingum á síðum á Netinu til að fylgjast með ferðum bandarískra þegna um vefsíður, þrátt fyrir að hafa verið bannað að gera það. Þetta þykir reginhneyksli vestan hafs og bætir gráu ofan á svart fyrir Bush forseta, sem situr þegar undir ámæli fyrir að hafa árið 2002 heimilað NSA að lesa tölvupóst og hlera síma án dómsúrskurðar. Bandarísk þingnefnd mun á næstunni fjalla um það hvort að Bush hafi yfir höfuð vald til þess að gefa slíkar heimildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×