Erlent

Ungur Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár fannst í vikunni

25 ára gamall Svíi sem saknað hefur verið í tvö ár, fannst í vikunni við umferðareftirlit í bænum Karlshavn í Svíþjóð. Mannsins hefur verið saknað í tvö ár en hann hvarf eftir að hafði farið einn út á litlum bát í skerjagarðinum fyrir utan Kragö í september árið 2003. Viðamikil leit var gerð af manninum og bátnum talið var að maðurinn hefði drukknað. Lýst var eftir honum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku ef vera skildi að lík hans myndi reka á land við strendur landanna. Sænska lögreglan mun nú yfirheyra manninn vegna málsins en báturinn fannst aldrei og viðamikil og kostnaðarsöm leit var gerð af manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×