Erlent

Sextíu bíla árekstur í Ungverjalandi

Átta ára gamall drengur lést og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri á harðbraut í Ungverjalandi í dag. Mjög slæm færð var á brautinni þegar áreksturinn varð. Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum, sem rásaði til á veginum og lenti síðan utan í vegriði. Fjölmargir bílar sem á eftir komu misstu svo líka stjórn á sínum bílum og alls lentu sextíu bílar í árekstrinum. Hraðbrautin var lokuð í báðar áttir í nokkra klukkutíma á eftir, en var opnuð síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×