Erlent

Pólskir hermenn verða í Írak til ársloka 2006

Lech Kaczynski forseti Póllands hefur samþykkt beiðni íhaldsstjórnar landsins um að halda pólskum hermönnum áfram í Írak til ársloka 2006. Um 1,500 pólskir hermenn og aðrir starfsmenn pólska hersins eru nú staðsettir í Írak. Þessi ákvörðun er algjör viðsnúningur á ákvörðun fyrrum vinstristjórnar sem hafði tilkynnt að pólski herinn myndi hverfa frá Írak í lok 2005. Í skoðunarkönnun sem gerð var í Póllandi síðast liðinn ágúst vildu 59% þjóðarinnar senda pólsku hermennina heim frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×