Erlent

Skæður sjúkdómur

Það mætti ætla að með tveggja áratuga borgarastríði hefði verið lagt nóg á íbúa Suður-Súdans, en svo er ekki. Sjúkdómurinn sem fellir þúsundir manna er kallaður kala-azar og smitast með biti sandflugna. Það er því erfitt að komast hjá smiti, og afleiðingarnar eru skelfilegar.

Samtökin læknar án landamæra berjast af mætti gegn þessum sjúkdómi, en verður lítið ágengt, jafnvel þótt til sé lækning gegn honum. Ástæðan er sú að hann er svo útbreiddur og heilbrigðiskerfi landsins er í rúst, eftir borgarastríðið. Lyfjameðferð tekur sautján daga og árangurinn er nokkuð góður, miðað við þennan heimshluta, 90% sjúklinganna ná heilsu á nýjan leik.

Það eru hinsvegar engar almenningssamgöngur í Suður-Súdan og það getur tekið fólk margra daga göngur yfir sjóðheita eyðimörk að komast í sjúkraskýli lækna án landamæra. Máttfarið sjúk fólk lifir í mörgum tilfellum ekki slíkar göngur af. Og svo eru aðrir sem ekki hafa neina hugmynd um að lækning sé til. Íbúarnir halda því áfram að deyja, þúsundum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×