Erlent

Snjónum kyngir niður í Evrópu

MYND/REUTERS

Jólasnjónum beinlínis kyngir niður um alla Evrópu, á sama tíma og auð jörð ræður ríkjum í flestum landshlutum hér á fróni.

Það er sama hvert litið er v estur, a ustur og jafnvel suður , alls staðar eru veðurguðirnir í sannkölluðu jólaskapi og ekkert lát er á snjódrífunni. Stór hluti austur Evrópu er þakinn sjnó og í Búlgaríu, Króatíu og Póllandi liggja almenningssamgöngur víða niðri vegna mikilla snjóalaga og margir hafa þurft að ganga til vinnu í dag, og þeir uppátækjasömustu tóku jafnvel fram gönguskíðin í morgunsárið. Víðast hvar er fimbulkuldi og hefur hitastigið farið allt niður í fjörutíu gráðu frost í austur Evrópu í dag.

En þó að flestir taki snjónum vel og klæði sig með viðeigandi hætti, hefur fannfergið líka sínar dökku hliðar.

Í Ungverjalandi lést átta ára gamall drengur og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri í morgun. Um leið og hraðbrautin var opnuð eftir að tekist hafði að koma bílunum í burtu varð svo annar árekstur og aftur þurfti að loka brautinni. Sömu sögu er að segja í fleiri löndum og í Slóavkíu varð líka sextíu bíla árekstur í dag. Um alla Evrópu hefur verið miklu meira um bílslys undanfarna daga en að jafnaði á þessum árstíma. Sem betur fer hefur tjón þó í flestum tilvikum bara orðið á farartækjum, en ekki mönnum.

En í löndum þar sem alla jafna er heitara hefur nístingskuldinn hreinlega dregið fólk til dauða. Í Rómarborg hafa nokkrir heimilislausir fátæklingar fundist látnir í dag og í Flórens og Napolí hafa nokkrir komið á sjúkrahús illa kalnir, enda frostið nærri þrjátíu gráður.

Á stórum svæðum í Hollandi, Frakklandi og Bretlandi hefur verið stanslaus snjókoma og hríð nær alla vikuna og yfirvöld hvetja fólk enn til að láta bílana eiga sig, enda fæstir búnir undir vetrarfærðina sem jafnast víða fyllilega á við fannhvítar heiðar Vestfjarða á snjóþungum vetri.

En á sama tíma og meginland Evrópu minnir á eitt stórt snjóhús, ræður auð jörð ríkjum á Íslandi og tíminn fer að verða knappur fyrir jólasnjóinn, enda aðeins sjö dagar í að jólunum ljúki formlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×