Erlent

Mikil verslun á Netinu fyrir jólin vestan hafs

Mynd/Vísir

Það er ekki alveg ljóst hver jólagjöfin í ár var, en vestan hafs eru góðar líkur á að gjafirnar hafi verið keyptar á Netinu. Þvert á spár var nefnilega sprengja í viðskiptum á Netinu fyrir jólin og er talið að aukningin hafi numið tuttugu og fimm prósentum á milli ára. Keypt var fyrir rúma átján milljarða dollara á Netinu í nóvember og desember, samkvæmt New York Times, en það jafngildir nærri tólf hundruð milljörðum króna. Þetta voru því líkast til gleðileg jól hjá Netverslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×