
Svíþjóð

SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embrear.

Martin Österdahl hættir hjá Eurovision
Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár.

Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur
Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað.

Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata
Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun.

Hálfmaraþon í hamingjusprengju eftir fótbrot í fyrra
„Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag.

Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg
Átta eru sagðir slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að sporvagni var ekið á matarvagn í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Vitni segja að sporvagninn hafi verið á óvenjumikilli ferð þegar slysið varð.

Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð
Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni.

Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot
Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar.

Giftu sig í miðju hlaupi
Það er eitt að vera með hlaupabakertíuna en allt annað að vilja gifta sig í hlaupaskónum og á meðan þú hleypur hálfmaraþon.

Hlupu frá Danmörku til Svíþjóðar
Um fjörutíu þúsund manns hlupu hálfmaraþon í dag frá Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrú til Malmö í brúarhlaupinu, broloppet, sem haldið var í tilefni 25 ára afmælis brúarinnar.

Milljarðamæringur réttir nítján ára íþróttakonu hjálparhönd
Sænski milljarðamæringurinn Christer Gardell hefur valið sér nýja íþróttastjörnu til styðja í gegnum súrt og sætt og peningaframlag hans skiptir þessa efnilegu íþróttakonu miklu máli.

Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa.

Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina
Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher.

Svíar leigja fangelsispláss í Eistlandi
Sænsk stjórnvöld hafa gert samkomulag við Eistland um að leigja um fjögur hundruð fangaklefa sem geta hýst allt að sex hundruð sænska fanga. Samningurinn á að leysa úr þröngri stöðu í fangelsismálum í Svíþjóð.

Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino
Fjórir eru ákærðir í tengslum við morðið á sænska rapparanum C.Gambino sem var skotinn til bana í bílastæðahúsi síðasta sumar. Lögregla telur morðið tengjast gengjastríðum en lögmaður aðstandenda neitar að hann hafi verið liðsmaður gengis.

Volvo segir upp þrjú þúsund manns
Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð.

Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma
Það eru ekki mörg dæmi um einstaklinga sem hafa staðið augliti til auglitis við lífshættulegan sjúkdóm og samt haldið ótrauðir áfram í námi og náð að útskrifast á tilsettum tíma. Egill Friðriksson er hins vegar einn af þeim.

Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali
Sérfræðingur sænsku lögreglunnar í mansalsmálum segir Svía og Íslendinga eiga mikið inni þegar kemur að baráttunni gegn mansali. Breytingar á löggjöf hafi skipt sköpum en mansalið tengist að hennar sögn nær alltaf skipulagðri brotastarfsemi.

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi.

Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn
Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni.

Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns
Karlmaður á fertugsaldri sem skaut tíu manns til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í febrúar virðist hafa valið fórnarlömb sín af handahófi. Engar hugmyndafræðilegar eða pólitískar ástæður fundust fyrir ódæðinu en lögregla telur að maðurinn hafi viljað svipta sig lífi af vonleysi og gremju vegna persónulegra aðstæðna hans.

Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir
Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar.

Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað
Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi.

Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar
Nýskipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Forsætisráðherrann segir málið alvarlegt.

Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni
Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar.

Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira.

Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni
Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi.

Halla og Björn halda til Svíþjóðar
Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi.

Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn
Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.