Svíþjóð

Fréttamynd

Lindex lokað á Ís­landi

Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar.  Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sænskur ráð­herra hlutgerður á miðli Musk

Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í ó­veðrinu

Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða.

Erlent
Fréttamynd

Fóru um borð í vélvana rúss­neskt skip

Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme

Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Uggur í læknum og sam­töl við Norður­lönd nauð­syn­legt

Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“

„Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Pól­verjar kaupa kaf­báta af Svíum

Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Út­skýrði næstu skref fyrir Krist­rúnu og kollegum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Draumur að vinna í list­rænum heimi Stokk­hólms

„Það var mjög gaman að hoppa út í þá djúpu,“ segir hin 24 ára gamla Valdís Jóna Mýrdal sem ákvað að flytja til Stokkhólms í haust og nýtur lífsins í botn. Valdís er nýútskrifaður grafískur hönnuður og gusumeistari og fékk nýverið draumastarfsnámið úti.

Lífið
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Alvotech aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28  prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent.

Viðskipti innlent