Rússland

Fréttamynd

Segir 26 ríki vilja senda her­menn til Úkraínu

Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu

Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Pútín og Xi ræddu ó­dauð­leika í gegnum líffæragjöf

Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“

Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar eru upp á náð Kín­verja komnir“

Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Þor­gerður á ó­form­legum fundi ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands.

Innlent
Fréttamynd

Skutu hver annan fyrir orður og bætur

Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta geimfyrirtæki Rúss­lands á vonar­völ

Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg.

Erlent
Fréttamynd

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA.

Erlent
Fréttamynd

Rússum „drullusama“ um friðar­um­leitanir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Drauga­gangur í Alaska

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari voru stofnuð í Austur-Evrópu svokölluð alþýðulýðveldi. Það voru gervilýðveldi; einn stjórnmálaflokkur (kommúnistaflokkur) og leynilögregla hans fóru með æðstu völd og lágu á hleri við hvers manns dyr.

Skoðun
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjar­lægur og Trump missir móðinn

Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásir á olíu­vinnslu í Rúss­landi bíta

Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Woody Allen segist enginn að­dáandi Pútíns

Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Woody Allen aðal­númerið hjá Rússum

Leikstjórinn Woody Allen, sem hefur ekki átt upp á dekk síðastliðin ár, hefur ekki verið slaufað algjörlega því hann verður aðalnúmerið á alþjóðlegri kvikmyndaviku í Moskvu sem fer fram dagana 23. til 27. ágúst.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stefna á fjölda­fram­leiðslu á eigin stýriflaugum

Úkraínumenn hafa aukið umfang árása sinna á olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi og eru þar að auki að hefja framleiðslu á heimagerðum stýriflaugum. Þær á að nota samhliða sjálfsprengidrónum sem Úkraínumenn hafa verið að nota um nokkuð skeið.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna

Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar halda á­rásum á­fram

Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Engir her­menn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni.

Erlent