
Segir heiminn á vendipunkti
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti.

Vaktin: Lífið í Rússlandi hafi tekið stakkaskiptum
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá.

Vaktin: Herlög gilda í þrjá mánuði í viðbót
Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru

„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“
Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu.

Vaktin: Grafa upp lík rússneskra hermanna
Síðustu úkraínsku hermennirnir yfirgáfu Azovstal-stálverið í gær og hafa Rússar lýst yfir sigri í borginni Maríupól.

Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær.

Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar
Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni.

Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna
María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi.

Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól
Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin.

Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim.

Fimleikakappi dæmdur í árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu
Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu opinberlega.

Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil
Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær.

Pussy Riot mættu á æskuheimilið
Haraldur Þorleifsson fékk Pussy Riot heim til sín á æskuheimilið eftir að hafa fengið símtal frá vini sínum sem spurði hvort að hann ætti auka íbúð fyrir fólk sem væri að flýja Rússland.

Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu
Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald.

Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal
Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni.

Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið.

Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“
Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu.

Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner
Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar.

Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni.

Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.