Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18.11.2025 15:10
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18.11.2025 07:00
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17.11.2025 15:13
Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Lífið 13. nóvember 2025 11:04
„Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John. Lífið 13. nóvember 2025 10:30
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13. nóvember 2025 10:17
Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. Tónlist 12. nóvember 2025 14:33
Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11. nóvember 2025 17:01
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. Tónlist 11. nóvember 2025 10:37
„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Lífið 8. nóvember 2025 22:47
Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki heðfbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína A Matter of Time. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börbru Streisand. Lífið 7. nóvember 2025 17:53
Algjör óvissa með Söngvakeppnina Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum. Lífið 7. nóvember 2025 13:54
Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Rapparinn Kanye West fundaði með rabbínanum Yoshiayao Yosef Pinto til að biðjast afsökunar á fjandsamlegum ummælum sínum um gyðinga. West sagði það vera blessun að geta axlað ábyrgð. Lífið 7. nóvember 2025 11:27
Bragðlaust eins og skyr með sykri Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust. Gagnrýni 6. nóvember 2025 07:33
Grateful Dead-söngkona látin Bandaríska söngkonan Donna Jean Godchaux-MacKay, sem var um árabil söngkona í sveitinni Grateful Dead, er látin, 78 ára að aldri. Lífið 4. nóvember 2025 11:53
Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline. Tíska og hönnun 3. nóvember 2025 10:31
Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Tónlist 31. október 2025 11:39
„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Tónlist 31. október 2025 07:03
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30. október 2025 15:01
Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður. Viðskipti innlent 30. október 2025 11:28
Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Tónlist 29. október 2025 07:03
Til hamingju Víkingur Heiðar! Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar. Skoðun 28. október 2025 19:31
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 28. október 2025 08:35
„Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ „Ég fór í ísbíltúr með Maroni Birni í fyrradag og ég get ekki hætt að hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði,“ segir rapparinn Aron Kristinn í TikTok-myndbandi sem hann birti nýverið. Lífið 27. október 2025 11:28