Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Lífið
Fréttamynd

Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum

Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn.

Tónlist
Fréttamynd

Á­hrifa­mikill óður til Grind­víkinga

Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ.

Tónlist
Fréttamynd

„Rosa­lega stórt“ að fá aftur til­nefningu

Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey til­nefnd til Grammy-verðlauna

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki heðfbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína A Matter of Time. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börbru Streisand.

Lífið
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa með Söngvakeppnina

Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum.

Lífið
Fréttamynd

Bragð­laust eins og skyr með sykri

Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust.

Gagnrýni
Fréttamynd

Grateful Dead-söngkona látin

Bandaríska söngkonan Donna Jean Godchaux-MacKay, sem var um árabil söngkona í sveitinni Grateful Dead, er látin, 78 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Lé­legur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“

Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni.

Tónlist
Fréttamynd

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Greiðir sér út allt að fimm­tíu milljónir

Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytti um nafn eftir djúpa ástar­sorg

„Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf.

Tónlist
Fréttamynd

Til hamingju Víkingur Heiðar!

Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar.

Skoðun
Fréttamynd

Getur alls ekki verið einn

„Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna.

Lífið