Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Innlent 18. desember 2025 18:59
Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Stjórn Framsóknarfélags Múlaþings hefur farið þess á leit við Jónínu Brynjólfsdóttur að hún muni áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 16. maí næstkomandi. Innlent 18. desember 2025 14:39
Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra. Innlent 18. desember 2025 14:16
Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir. Innlent 18. desember 2025 13:52
Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sendi óvart tölvupóst á alla kollega sína í efnahags- og viðskiptanefnd, er ekki sá fyrsti til að hlaupa á sig í þessum efnum og eflaust heldur ekki sá síðasti. Tölvupóstsendingar hafa reynst fyrrum kollegum hans fjötur um fót. Lífið 18. desember 2025 13:19
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Innlent 18. desember 2025 13:18
Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Innlent 18. desember 2025 12:02
Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Innlent 18. desember 2025 11:11
Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson. Lífið 18. desember 2025 10:59
„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi. Innlent 18. desember 2025 09:31
Stóra myndin í fjárlögum Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Skoðun 18. desember 2025 08:03
Björg býður ungliðum til fundar Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. Innlent 18. desember 2025 06:45
Takmarka fjölda nemenda utan EES Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Innlent 17. desember 2025 23:02
Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. Innlent 17. desember 2025 22:11
Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Innlent 17. desember 2025 22:11
Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel. Innlent 17. desember 2025 20:08
Þetta varð í alvöru að lögum! Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Skoðun 17. desember 2025 16:32
Stofnunum fækkar um tuttugu Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu. Innlent 17. desember 2025 15:32
Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17. desember 2025 15:30
„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17. desember 2025 12:55
Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Forseti Alþingis hefur ákveðið að starfsáætlun Alþingis sé fallin úr gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt henni átti síðasti þingfundur vetrarins að fara fram í dag. Innlent 17. desember 2025 12:18
Hjálmar gefur ekki kost á sér Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí. Innlent 17. desember 2025 11:23
Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. Innlent 17. desember 2025 10:48
Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það. Innlent 17. desember 2025 10:47
Sanna sundrar vinstrinu Það hafa átt sér stað viðræður um samstarf milli "vinstri" flokkanna í borginni. Sósíalistaflokksins, VG og Pítata. Sönnu Magdalenu var boðið á fundinn en mætti ekki. Að vinstrið sameinist er ekki meginmarkmiðið. Markmiðið er að ”vinstrið” sameinist Sönnu. Skoðun 17. desember 2025 08:03
Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki. Innlent 17. desember 2025 07:16
Halldór Blöndal er látinn Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. Innlent 17. desember 2025 06:29
Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Innlent 16. desember 2025 23:00
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16. desember 2025 22:37