Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Sinisa Kekic til HK

Botnlið HK í Landsbankadeildinni hefur fengið liðstyrk. Fram kemur á vefsíðunni Fótbolti.net að liðið sé að klófesta Sinisa Valdimar Kekic sem gengur til liðs við félagið frá Víkingi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pálmi Rafn til Stabæk

Knattspyrnudeild Vals samþykkti í gærkvöld að selja Pálma Rafn Pálmason til norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæk. Frá þessu var greint á fréttavef Rúv í hádeginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en fylgst er grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fjölnir tekur á móti ÍA klukkan 19:15 og 20:00 eigast við FH og Fylkir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Annar sigur Leiknis í röð

Einn leikur var á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir lagði KS/Leiftur 1-0 á heimavelli sínum og vann þar með annan sigur sinn í röð í deildinni. Það var Þór Ólafsson sem skoraði sigurmark Breiðhyltinga um miðjan fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Símun framlengir við Keflavík

Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen skrifaði í kvöld undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar hættur hjá Fylki

Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Hann fékk fá tækifæri hjá liðinu og lék aðeins einn leik í Landsbankadeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daníel valdi Víking

Daníel Hjaltason verður lánaður frá Val til Víkings út þetta tímabil. Tvö önnur lið í 1. deildinni höfðu áhuga á að fá Daníel, Stjarnan og Leiknir Breiðholti, en Daníel valdi Víking.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar Björn meiddur

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, meiddist á æfingu í gær og fer í myndatöku eftir helgi. Talið er að liðbönd séu tognuð sem þýðir að Brynjar verður væntanlega úr leik í sex til átta vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Komum hingað til að vinna

"Þetta var frábær sigur hjá okkur og mér fannst við eiga skilið að vinna þó við værum undir pressu undir það síðasta," sagði Helgi Sigurðsson Valsmaður í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur Vals á KR í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi tryggði Val sigur á KR

Helgi Sigurðsson var hetja Íslandsmeistara Vals í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á KR í vesturbænum. Valsmenn eru fyrir vikið komnir í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn hafa yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Vals í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistarar Vals hafa yfir 1-0 og það var markahrókurinn Helgi Sigurðsson sem skoraði mark Valsmanna rétt fyrir hlé.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birkir ætlar að kveðja með sigri

Birkir Már Sævarsson mun í kvöld leika sinn síðasta leik fyrir Val, að minnsta kosti í bili, þegar liðið heimsækir KR í stórleik í Landsbankadeildinni. Birkir sagði við Vísi að það væri mikill spenningur fyrir leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikill áhugi á Pálma Rafni

Erlend félagslið hafa áhuga á Pálma Rafni Pálmasyni, miðjumanni Vals. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Stabæk í Noregi og Örebro í Svíþjóð væru bæði að sýna Pálma mikinn áhuga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur neitaði HK

Ólafur Þórðarson hafnaði í dag tilboði HK um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeild karla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenski boltinn