Íslenski boltinn

Þróttarar gerðu jafntefli við tíu Grindvíkinga

Elvar Geir Magnússon skrifar
Orri Freyr Hjaltalín braut af sér innan vítateigs undir lokin og Þróttarar jöfnuðu í 2-2.
Orri Freyr Hjaltalín braut af sér innan vítateigs undir lokin og Þróttarar jöfnuðu í 2-2.

Grindavík og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld. Grindvíkingar léku manni færri frá 57. mínútu en fékk Tomasz Stolpa sitt annað gula spjald fyrir mótmæli.

Fyrri hálfleikur var einstaklega bragðdaufur en meira líf var í tuskunum í síðari hálfleik. Þórður Steinar Hreiðarsson kom Þrótti yfir af stuttu færi á 54. mínútu. Þróttarar hófu seinni hálfleik af miklum krafti og komust verðskuldað yfir.

Þróttarar héldur forystunni ekki lengi í Grindavík því Zoran Stamenic jafnaði metin með góðum skalla eftir hornspyrnu Scott Ramsay þremur mínútum síðar.

Á 77. mínútu komst Grindavík yfir með enn einu glæsimarkinu frá Scott Ramsey. Ramsay og Andri Steinn Birgisson lögðu tveir til atlögu við vörn Þróttara og eftir að hafa leikið saman upp að vítateig lék Ramsay á hvern Þróttarann af fætur öðrum áður en hann sendi boltann hnitmiðað í hornið á marki Bjarka Guðmundssonar.

Tíu mínútum síðar braut Orri Freyr Hjaltalín á Rafni Andra Haraldssyni innan teigs og vítaspyrna dæmd. Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 2-2 sem urðu úrslit leiksins.

Fylgst var með leiknum á Boltavaktinni og má fá allar upplýsingar um hann með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×