Íslenski boltinn

Þórarinn skaut Keflavík á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjargvætturinn Þórarinn Kristjánsson skoraði bæði mörk Keflavíkur í kvöld. Mynd/Víkurfréttir.
Bjargvætturinn Þórarinn Kristjánsson skoraði bæði mörk Keflavíkur í kvöld. Mynd/Víkurfréttir.

Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði bæði mörk Keflavíkur sem vann 2-0 útisigur á Fram í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann kom inn sem varamaður á 81. mínútu.

Hann skoraði fyrst með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu og bætti öðru við í blálokin eftir sendingu frá Patrik Redp. Keflvíkingar komust þar með á topp deildarinnar en Framarar voru að tapa sínum þriðja leik í röð.

Fylgst var með leiknum á Boltavaktinni og má fá allar upplýsingar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×