Íslenski boltinn

Blikar unnu baráttuna um Kópavog

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marel Baldvinsson skoraði langþráð mark fyrir Blika og tók þátt í því að líma erkifjendur Breiðabliks við botninn.
Marel Baldvinsson skoraði langþráð mark fyrir Blika og tók þátt í því að líma erkifjendur Breiðabliks við botninn.

Breiðablik vann HK 2-1 í Kópavogsslagnum í kvöld. Blikar voru einum fleiri nánast allan leikinn en þrátt fyrir það börðust HK-ingar grimmilega og undir lokin gat allt gerst.

Blikar komust yfir á 11. mínútu með marki frá Marel Jóhanni Baldvinssyni. Þetta var fyrsta mark Marels í sumar en hann skoraði með skalla eftir horn. Sjö mínútum síðar varð staða HK enn erfiðari þegar Hermann Geir Þórsson fékk rauða spjaldið.

Nenad Zivanovic bætti við öðru marki fyrir Blika sem höfðu 2-0 forystu í leikhléi. Stundarfjórðungi fyrir leikslok minnkaði Hörður Már Magnússon muninn með fyrsta skoti HK í leiknum.

Það var líf og fjör undir lokin en fleiri urðu mörkin ekki. Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má sjá nánari upplýsingar um leikinn með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×