Íslenski boltinn

Viðar hættur hjá Fylki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki. Hér má sjá hann í leik með Víkingum í fyrra.
Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki. Hér má sjá hann í leik með Víkingum í fyrra.

Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Hann fékk fá tækifæri hjá liðinu og lék aðeins einn leik í Landsbankadeildinni.

Meistaraflokksráð Fylkis og Viðar komust að samkomulagi um að rifta leikmannssamningi Viðars sem er 28 ára. Hann er uppalinn hjá Fram en lék með Víkingi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×