Íslenski boltinn

Dramatík í 1. deildinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjarðabyggð gerði jafntefli gegn Víking.
Fjarðabyggð gerði jafntefli gegn Víking.

Tveir leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Víkingsliðin frá Reykjavík og Ólafsvík náðu bæði að skora í blálok sinna leikja.

Fjarðabyggð og Víkingur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli á Eskifirði. Heimamenn komust yfir en Víkingar jöfnuðu í viðbótartíma fyrri hálfleiks. Snemma í seinni hálfleik komust heimamenn aftur yfir.

En viðbótartíminn reyndist Víkingum vel því þegar komið var fram yfir 90 mínúturnar fengu þeir vítaspyrnu sem Þórhallur Hinriksson skoraði úr og jafnaði 2-2.

Víkingur Reykjavík er í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig, fimm stigum frá öðru sæti. Fjarðabyggð er hinsvegar 9. sæti með 11 stig líkt og Leiknir Breiðholti sem er í tíunda.

Gísli Freyr Brynjarsson var hetja Víkings frá Ólafsvík sem vann 2-1 heimasigur á KA. Gísli skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þetta er annar leikurinn í röð hjá KA þar sem liðið tapar í uppbótartíma.

KA er í sjötta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Ólafsvíkingar eru sæti neðar með stigi minna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×