Íslenski boltinn

Markasúpa í 1. deildinni

Haukar gerðu góða ferð í Garðabæinn í kvöld
Haukar gerðu góða ferð í Garðabæinn í kvöld

Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og óhætt er að segja að leikmenn hafi verið á skotskónum.

Topplið ÍBV vann 3-0 sigur á Selfossi í Eyjum og færði Selfyssingum þar með fyrsta tapið í deildinni í sumar.

Þór lagði Njarðvík 3-1 og þá unnu Haukar ótrúlegan 5-4 útisigur á Stjörnunni í Garðabæ.

ÍBV er langefst í deildinni með 30 stig, Selfoss hefur 22 stig í öðru sæti, Haukar 21 í þriðja og Stjarnan hefur hlotið 20 stig og situr í fjórða sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×