Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 11. júlí 2008 11:45 Bjargvætturinn Björn Bjartmarz. Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira