Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 11. júlí 2008 11:45 Bjargvætturinn Björn Bjartmarz. Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira